Íþrótta- og tómstundanefnd

148. fundur 12. mars 2014 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varaformaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Sigurðardóttir varamaður
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Bragi boðaði forföll en enginn mætti í hans stað.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar þar sem fram kemur staða mála.
Nefndin fagnar því að framvegis verði lagður fram verkefnalisti í upphafi hvers fundar.

2.Ýmis erindi 2012-2014 - Ungmennafélag Íslands - 2012010006

Lögð fram bréf frá UMFÍ dagsett 28. febrúar s.l. þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ vegna Landsmóts UMFÍ 50+ 2016 og unglingalandsmóts UMFÍ 2017. Framkvæmdarstjóri HSV gerði grein fyrir því að sótt verði um landsmót 50+ 2016.
Nefndin fagnar því að sótt verði um mótið.

3.Þriggja ára áætlun og fimm ára áætlanir - 2014020113

Lögð fram vinnugögn vegna vinnu við gerð 5 ára áætlunar Ísafjarðarbæjar.
Nefndin sátt við þá vinnu sem farið hefur fram. Sér áætlun verður skilað fyrir skíðasvæðið þegar nefnd sem vinnur að framtíð þess hefur lokið störfum.

4.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Lögð fram lokadrög að uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ
Nefndin hefur nú lokið vinnu við uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?