Íþrótta- og tómstundanefnd

231. fundur 27. apríl 2022 kl. 08:15 - 09:14 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður
  • Sævar Þór Ríkarðsson aðalmaður
  • Viðar Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Elísabet Samúelsdóttir boðaði forföll og mætti Viðar Kristinsson í hennar stað.
Karen Gísladóttir boðaði forföll, Gylfi Ólafsson mætti ekki og kom enginn í þeirra stað.

Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Þarfagreining aðildarfélaga HSV og bæjarstjórnar fyrir árin 2022-2027 (uppbyggingaráætlun) - 2021080069

Lagðar fram umsóknir aðildarfélaga HSV um uppbyggingarsamninga við Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði samningar við þau sjö félög sem sóttu um uppbyggingarstyrki. Upphæð í hvert verkefni verði kr. 1.714.285.
Nefndin hvetur nýja bæjarstjórn að til að hækka upphæðina í uppbyggingarsjóð þar sem kostnaður á bak við verkefni hefur hækkað mikið sl. ár.

Fundi slitið - kl. 09:14.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?