Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
231. fundur 27. apríl 2022 kl. 08:15 - 09:14 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður
  • Sævar Þór Ríkarðsson aðalmaður
  • Viðar Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Elísabet Samúelsdóttir boðaði forföll og mætti Viðar Kristinsson í hennar stað.
Karen Gísladóttir boðaði forföll, Gylfi Ólafsson mætti ekki og kom enginn í þeirra stað.

Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Þarfagreining aðildarfélaga HSV og bæjarstjórnar fyrir árin 2022-2027 (uppbyggingaráætlun) - 2021080069

Lagðar fram umsóknir aðildarfélaga HSV um uppbyggingarsamninga við Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði samningar við þau sjö félög sem sóttu um uppbyggingarstyrki. Upphæð í hvert verkefni verði kr. 1.714.285.
Nefndin hvetur nýja bæjarstjórn að til að hækka upphæðina í uppbyggingarsjóð þar sem kostnaður á bak við verkefni hefur hækkað mikið sl. ár.

Fundi slitið - kl. 09:14.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?