Íþrótta- og tómstundanefnd

230. fundur 02. mars 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður
  • Sævar Þór Ríkarðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun verkefnasamninga 2022 - 2022020115

Lögð fram drög að verkefnasamningi milli Ísafjarðabæjar og Héraðssambands Vestfirðinga ásamt skilgreiningu verkefna.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar verkefnasamningi HSV og Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar.

2.Hjólastefna Ísafjarðarbæjar - 2021090058

Mál sett á dagskrá að beiðni Gylfa Ólafssonar, nefndarmanns. Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, kemur á fundinn undir þessum lið.
Það er eindreginn vilji íþrótta- og tómstundanefndar að í sumar verði farið í þau verkefni sem hægt er. Stefnan verði kynnt þeim aðilum sem málinu tengjast, einkum Vegagerð og höfnum Ísafjarðarbæjar, og verði innleidd í nýtt aðalskipulag. Nefndin fagnar þeirri vinnu sem stendur yfir í breytingum á Aðalstræti og Hafnarstræti á Ísafirði, auk stígs sjávarmegin við Sundstræti.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?