Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
227. fundur 20. október 2021 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður
  • Sævar Þór Ríkarðsson varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Karen Gísladóttir boðaði forföll og kom enginn í hennar stað.

1.Fyrirspurn til HSV v. afgreiðslu ofbeldismála - 2021090002

Lagt fram svar frá HSV vegna fyrirspurnar Karenar Gísladóttur, nefndarmanns íþrótta- og tómstundanefndar, um afgreiðslu ofbeldismála innan aðildarfélaga HSV.
Lagt fram til kynningar.

2.Fyrirspurn varðandi fjölnota knattspyrnuhús - 2021090074

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, sem svar við fyrirspurn Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur, formanns íþrótta- og tómstundanefndar, um fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir svörin. Fulltrúar meirihlutans í nefndinni leggja áherslu á að málið verði í forgangi innan bæjarkerfisins.

3.Hjólastefna Ísafjarðarbæjar - 2021090058

Lögð fram drög að hjólastefnu Ísafjarðarbæjar sem íþrótta- og tómstundanefnd fól Gylfa Ólafssyni að vinna, fyrir hönd nefndarinnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar hjólreiðaáætluninni til bæjarráðs til umfjöllunar. Jafnframt vísar nefndinn skýrslunni inn í vinnu við nýtt aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Framgangur stefnunar yrði mikið heillaskref fyrir Ísafjarðarbæ.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagðir fram til endurskoðunar kaflar úr núgildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar sem snúa að íþrótta- og tómstundamálum.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?