Íþrótta- og tómstundanefnd

227. fundur 20. október 2021 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður
  • Sævar Þór Ríkarðsson varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Karen Gísladóttir boðaði forföll og kom enginn í hennar stað.

1.Fyrirspurn til HSV v. afgreiðslu ofbeldismála - 2021090002

Lagt fram svar frá HSV vegna fyrirspurnar Karenar Gísladóttur, nefndarmanns íþrótta- og tómstundanefndar, um afgreiðslu ofbeldismála innan aðildarfélaga HSV.
Lagt fram til kynningar.

2.Fyrirspurn varðandi fjölnota knattspyrnuhús - 2021090074

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, sem svar við fyrirspurn Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur, formanns íþrótta- og tómstundanefndar, um fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir svörin. Fulltrúar meirihlutans í nefndinni leggja áherslu á að málið verði í forgangi innan bæjarkerfisins.

3.Hjólastefna Ísafjarðarbæjar - 2021090058

Lögð fram drög að hjólastefnu Ísafjarðarbæjar sem íþrótta- og tómstundanefnd fól Gylfa Ólafssyni að vinna, fyrir hönd nefndarinnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar hjólreiðaáætluninni til bæjarráðs til umfjöllunar. Jafnframt vísar nefndinn skýrslunni inn í vinnu við nýtt aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Framgangur stefnunar yrði mikið heillaskref fyrir Ísafjarðarbæ.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagðir fram til endurskoðunar kaflar úr núgildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar sem snúa að íþrótta- og tómstundamálum.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?