Íþrótta- og tómstundanefnd

226. fundur 21. september 2021 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður
  • Sævar Þór Ríkarðsson varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram til kynningar gildandi aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Nefndin á að skila af sér stefnumótun í þeim málaflokknum sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd fyrir endurskoðun aðalskipulagsins.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsráðgjafi, kemur á fundinn undir þessum lið og kynnir vinnuna við gerð nýs aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, ráðgjafi í skipulagsmálum

2.Fyrirspurn til HSV v. afgreiðslu ofbeldismála - 2021090002

Fyrirspurn til HSV sett á dagskrá að beiðni Karenar Gísladóttur, fulltrúa Í-lista í íþrótta- og tómstundanefnd. Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar fyrirspurninni til Héraðssambands Vestfirðinga.

3.Uppbyggingaráætlun 2022 - 2021080069

Lögð fram að nýju drög að uppbyggingaráætlun fyrir árið 2022, unnin af framkvæmdastjóra HSV.
Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram með málið ásamt framkvæmdastjóra HSV.

4.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Drög að gjaldskrá 2022 lögð fram til kynningar.
Nefndin samþykkir gjaldskrá 2022.

5.Fyrirspurn varðandi fjölnota knattspyrnuhús - 2021090074

Fyrirspurn frá Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur, formanni íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi byggingu á fjölnota knattspyrnuhúsi:

Stærsta kosningamál allra flokka í sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ árið 2018 var að bæta aðstöðumál knattspyrnuiðkenda og færa þau til nútímans. Lítið heyrist af þessu máli í dag og mætti halda að um stórt leyndarmál væri að ræða.
Knattspyrnufólk á Ísafirði og nágrenni er orðið langþreytt á aðstöðuleysi knattspyrnufélaga á svæðinu. Vetraraðstaða knattspyrnufólks á svæðinu er eins og best var árið 1990. Það er mikil og góð vinna sem fer fram hjá knattspyrnufélögum í sveitarfélaginu eins og í öðrum íþróttafélögum á svæðinu. Lítið heyrist frá Ísafjarðarbæ hver staðan er í þessum aðstöðumálum, þ.e byggingu fjölnota íþróttahúss.
Hver er staðan á þessum málum í dag? Hvernig sér Ísafjarðarbær framhaldið á þessu máli?
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að afla upplýsinga um málið.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?