Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
226. fundur 21. september 2021 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður
  • Sævar Þór Ríkarðsson varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram til kynningar gildandi aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Nefndin á að skila af sér stefnumótun í þeim málaflokknum sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd fyrir endurskoðun aðalskipulagsins.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsráðgjafi, kemur á fundinn undir þessum lið og kynnir vinnuna við gerð nýs aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, ráðgjafi í skipulagsmálum

2.Fyrirspurn til HSV v. afgreiðslu ofbeldismála - 2021090002

Fyrirspurn til HSV sett á dagskrá að beiðni Karenar Gísladóttur, fulltrúa Í-lista í íþrótta- og tómstundanefnd. Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar fyrirspurninni til Héraðssambands Vestfirðinga.

3.Uppbyggingaráætlun 2022 - 2021080069

Lögð fram að nýju drög að uppbyggingaráætlun fyrir árið 2022, unnin af framkvæmdastjóra HSV.
Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram með málið ásamt framkvæmdastjóra HSV.

4.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Drög að gjaldskrá 2022 lögð fram til kynningar.
Nefndin samþykkir gjaldskrá 2022.

5.Fyrirspurn varðandi fjölnota knattspyrnuhús - 2021090074

Fyrirspurn frá Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur, formanni íþrótta- og tómstundanefndar, varðandi byggingu á fjölnota knattspyrnuhúsi:

Stærsta kosningamál allra flokka í sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ árið 2018 var að bæta aðstöðumál knattspyrnuiðkenda og færa þau til nútímans. Lítið heyrist af þessu máli í dag og mætti halda að um stórt leyndarmál væri að ræða.
Knattspyrnufólk á Ísafirði og nágrenni er orðið langþreytt á aðstöðuleysi knattspyrnufélaga á svæðinu. Vetraraðstaða knattspyrnufólks á svæðinu er eins og best var árið 1990. Það er mikil og góð vinna sem fer fram hjá knattspyrnufélögum í sveitarfélaginu eins og í öðrum íþróttafélögum á svæðinu. Lítið heyrist frá Ísafjarðarbæ hver staðan er í þessum aðstöðumálum, þ.e byggingu fjölnota íþróttahúss.
Hver er staðan á þessum málum í dag? Hvernig sér Ísafjarðarbær framhaldið á þessu máli?
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að afla upplýsinga um málið.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?