Íþrótta- og tómstundanefnd

225. fundur 01. september 2021 kl. 08:15 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Bjarni Pétur M. Jónasson mætti ekki til fundar og enginn varamaður í hans stað.

Gylfi Ólafsson var með í gegnum fjarfundaforritið Teams.

Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Uppbyggingaráætlun 2022 - 2021080069

Lögð fram til kynningar drög að uppbyggingaráætlun fyrir árið 2022, unnin af framkvæmdastjóra HSV.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur ríka áherslu á að bæjarstjórn geri ráð fyrir fjármagni í uppbyggingasamninga fyrir árið 2022.

Starfsmanni falið að kalla eftir frekari gögnum. Máli frestað til næsta fundar.

3.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Lögð fram gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar 2021, vegna endurskoðunar fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2021.
Málinu frestað til næsta fundar.

4.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022-2032, þar sem óskað er eftir tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd um verkefni og markmið í íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu.

Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 27. ágúst 2021, vegna tillagna til nefndarinnar vegna framkvæmdaáætlunar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja áherslu á að inn í framkvæmdaáætlun haldist fjölnotahús á Torfnesi, hönnun á útivistasvæði í Tunguskógi/skíðasvæði, uppbyggingasamningar við íþróttafélög og varmadæla í íþróttamiðstöð á Þingeyri. Fulltrúar í-lista sitja hjá.

Þá felur nefndin starfsmanni að útfæra fjárfestingaáætlun frekar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?