Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
225. fundur 01. september 2021 kl. 08:15 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Bjarni Pétur M. Jónasson mætti ekki til fundar og enginn varamaður í hans stað.

Gylfi Ólafsson var með í gegnum fjarfundaforritið Teams.

Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Uppbyggingaráætlun 2022 - 2021080069

Lögð fram til kynningar drög að uppbyggingaráætlun fyrir árið 2022, unnin af framkvæmdastjóra HSV.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur ríka áherslu á að bæjarstjórn geri ráð fyrir fjármagni í uppbyggingasamninga fyrir árið 2022.

Starfsmanni falið að kalla eftir frekari gögnum. Máli frestað til næsta fundar.

3.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Lögð fram gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki Ísafjarðarbæjar 2021, vegna endurskoðunar fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2021.
Málinu frestað til næsta fundar.

4.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022-2032, þar sem óskað er eftir tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd um verkefni og markmið í íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu.

Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 27. ágúst 2021, vegna tillagna til nefndarinnar vegna framkvæmdaáætlunar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja áherslu á að inn í framkvæmdaáætlun haldist fjölnotahús á Torfnesi, hönnun á útivistasvæði í Tunguskógi/skíðasvæði, uppbyggingasamningar við íþróttafélög og varmadæla í íþróttamiðstöð á Þingeyri. Fulltrúar í-lista sitja hjá.

Þá felur nefndin starfsmanni að útfæra fjárfestingaáætlun frekar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?