Íþrótta- og tómstundanefnd

143. fundur 06. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varaformaður
  • Gauti Geirsson aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Patrekur Súni Reehaug íþróttafulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason gestur
Fundargerð ritaði: Patrekur Súni Reehaug
Dagskrá

1.Íþróttamiðstöð á Torfnesi - Frumathugun - 2013100044

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, kynnir fyrir nefndinni hver staða málsins er.
Jóhann Birkir kynnir fyrir nefndinni hugmyndir og teikningar að íþróttarmiðstöð á Torfnesi.
Nefndin leggur til að farið verði í kostnaðaráætlun á teikningu T101. T101a og T201.

2.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Áframhaldandi vinna vegna uppbyggingaráætlunar íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar.
Framkvæmdastjóri HSV kynnir fyrir nefndinni bókun frá formannafundi HSV, 21.okt 2013.
Bókunin er svo hljóðandi: Formannafundur HSV beinir því til fulltrúa nefndarinnar að halda góðri vinnu áfram og hvetur þá til að vinna uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja áfram með eftirfarandi athugasemdir að leiðarljósi;

Gerður verði skýrari greinarmunur á nýframkvæmdum og viðhaldi í vinnuskjali nefndarinnar.
Þarfagreinig Hestamannafélagsins Hendingar verði sett inn í vinnuskjalið.
Skjalið verði unnið ítarlega þar sem hver liður verði kostnaðargreindur og metinn.
Ítarlegri tímarammi verði settur á vinnuskjalið.
Uppbygging og viðhald íþróttamannvirkja á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri verði sett í skjalið.
HSV óskar eftir fundi með Íþrótta- og tómstundanefnd þar sem uppbygging íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar verði rædd.

Nefndin þakkar formönnum HSV fyrir þeirra vinnu og hugmyndir. Nefndin mun hafa hugmyndir formanna HSV að leiðarljósi í áframhaldandi vinnu nefndarinnar að uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja ísafjarðarbæjar.

3.Íþróttamiðstöð á Torfnesi - Frumathugun - 2013100044

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, kynnir fyrir nefndinni hver staða málsins er.
Jóhann Birkir kynnir fyrir nefndinni hugmyndir og teikningar að íþróttarmiðstöð á Torfnesi.
Nefndin leggur til að farið verði í kostnaðaráætlun á teikningu T101. T101a og T201.

4.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Áframhaldandi vinna vegna uppbyggingaráætlunar íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar.
Framkvæmdastjóri HSV kynnir fyrir nefndinni bókun frá formannafundi HSV, 21.okt 2013.
Bókunin er svo hljóðandi: Formannafundur HSV beinir því til fulltrúa nefndarinnar að halda góðri vinnu áfram og hvetur þá til að vinna uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja áfram með eftirfarandi athugasemdir að leiðarljósi;

Gerður verði skýrari greinarmunur á nýframkvæmdum og viðhaldi í vinnuskjali nefndarinnar.
Þarfagreinig Hestamannafélagsins Hendingar verði sett inn í vinnuskjalið.
Skjalið verði unnið ítarlega þar sem hver liður verði kostnaðargreindur og metinn.
Ítarlegri tímarammi verði settur á vinnuskjalið.
Uppbygging og viðhald íþróttamannvirkja á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri verði sett í skjalið.
HSV óskar eftir fundi með Íþrótta- og tómstundanefnd þar sem uppbygging íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar verði rædd.

Nefndin þakkar formönnum HSV fyrir þeirra vinnu og hugmyndir. Nefndin mun hafa hugmyndir formanna HSV að leiðarljósi í áframhaldandi vinnu nefndarinnar að uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?