Íþrótta- og tómstundanefnd

224. fundur 15. júní 2021 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir formaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Kristján Jónsson varamaður
  • Bjarni Pétur Marel Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Bjarki Stefánsson, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Aðstaða sjósportklúbbsins Sæfara við Suðurtanga 2 - 2019050091

Lögð fram til kynningar drög að samningi Ísafjarðarbæjar við Sæfara, félags áhugamanna um sjósport á Ísafirði, um afnot Sæfara af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Suðurtanga 2.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögunum um samninginn til bæjarráðs.

Fulltrúar Í-listans leggja fram eftirfarandi bókun:„Fulltrúar Í-listans í íþrótta- og tómstundanefnd leggjast alfarið gegn kaupum Ísafjarðarbæjar á húsi Sæfara. En ef að kaupunum kæmi óskum við eftir að afnotasamningnum verði aftur vísað í íþrótta- og tómstundanefnd."

2.Öryggismál í sundlaugum í Ísafjarðarbæ - 2021040052

Lagt fram minnisblað um stöðu öryggismála í sundlaugum í Ísafjarðarbæ
Lagt fram til kynningar.
Sif Huld Albertsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

3.Áskorun aðalfundar SFÍ - 2021060056

Lögð fram áskorun frá aðalfundi Skíðafélags Ísafjarðar.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir áskorun aðalfundar Skíðafélags Ísafjarðar varðandi skýra tímalínu um úrbætur á skíðasvæðunum.

4.Hátíðir í Ísafjarðarbæ - fjárhagsáætlun - 2021050059

Lagt fram til kynningar minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, sem einnig hefur umsjón með hátíðum sveitarfélagsins, dags. 18. maí 2021, vegna breytinga á bókhaldslegum færslum er varða hátíðir í sveitarfélaginu, í samræmi við reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi.

5.Viðburðir og hátíðahöld í Ísafjarðarbæ 2021 - 2021010109

Lögð fram til kynningar skýrsla Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, skíðavikustjóra, dags. 26. mars 2021, vegna Skíðaviku Ísafjarðarbæjar 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Önnu Sigríði Ólafsdóttur fyrir greinargóða skýrslu og vel unnin störf.
Tinna Ólafsdóttir yfirgaf fund kl.09:15.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?