Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
141. fundur 10. september 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varaformaður
  • Gauti Geirsson aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Patrekur Súni Reehaug íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Patrekur Súni Reehaug
Dagskrá

1.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Tekin fyrir umsókn frá Kraftlyftingafélaginu Víkingi og einnig umsókn frá BÍ88 um yfirtöku á rekstri á Vallarhúsinu.
Framkvæmdastjóri HSV kynnir fyrir nefndinni umsóknir félaganna vegna yfirtöku á vallarhúsinu. Framkvæmdastjóri HSV leggur til að nefndin bjóði Kraftlyftingafélaginu og BÍ88 á fund til að kynna hugmyndir sínar varðandi framtíð Vallarhússins. Tillaga framkvæmdastjóra samþykkt. Tímasetning fundarins verður ákveðin síðar.

2.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Lagt fram vinnuskjal um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar, þar sem farið er yfir forgangsröðun uppbyggingar á íþróttarmannvirkjum Ísafjarðarbæjar.
Farið er yfir vinnuskjal vegna þarfagreiningar íþróttarmannvirkja Ísafjarðarbæjar. Nefndin frestar afgreiðslu málsins til miðvikudagsins 25.ágúst. Kl 11:00.

3.Ungt fólk og lýðræði - 2013090017

Guðný Stefanía Stefánsdóttir kynnir Ungt fólk og lýðræði, ráðstefnu sem Ungmennafélag Íslands hefur staðið fyrir undanfarin ár.
Guðný Stefanía leggur til við nefndina að Ísafjarðarbær bjóði sig fram sem ráðstefnustað í dymbilviku 2014. Nefndin tekur vel í hugmyndina og leggur til að Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Pétur Markan, framkvæmdarstjóri HSV, vinni málið áfram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?