Íþrótta- og tómstundanefnd

219. fundur 15. janúar 2021 kl. 10:00 - 10:20 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 17. desember 2020.
Á 1135. fundi bæjarráðs, þann 21. desember 2020, vísaði bæjarráð tillögu um sameiningu velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs, til umsagnar.
Á 1136. fundi bæjarráðs þann 11. janúar 2020, vísaði bæjarráð málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd, þar sem óskað er eftir að nefndin taki afstöðu til þess hvort sameina ætti sviðin, bæði út frá staðsetningu skrifstofa og verkefnum.
Það er mat íþrótta- og tómstundanefndar að sameining sviðanna sé ekki tímabær að svo stöddu. Þessi svið standa fyrir stórum málaflokkum og ljóst er að vinna við sameiningu á þeim sé mikil vinna sem mun taka töluverðan tíma.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?