Íþrótta- og tómstundanefnd

217. fundur 02. desember 2020 kl. 08:10 - 09:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Gylfi Ólafsson boðaði forföll, enginn mætti í hans stað.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2020 - 2020110006

Kosning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2020.
Ákveðið að útnefning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar fari fram 27. desember 2020.
Esther yfirgaf fundinn 08:30.

Gestir

  • Esther Ósk Arnórsdóttir - mæting: 08:10

3.Uppbyggingarsamningar 2020 - 2019080035

Lagt fram umsóknarferli uppbyggingarsamninga fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykka umsóknarferli uppbyggingasamninga.

4.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Á 465. fundi sínum þann 26. nóvember 2020 vísaði bæjarstjórn gjaldskrá íþróttamannvirkja aftur til íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín með tillögur að breytingum á gjaldskrá íþróttamannvirkja.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að breyta afslætti á árskorti á skíðasvæði úr 20% í 50% fyrir einstaklinga með virkt árskort í sundi sem fjármálastjóri lagði til í minnisblaði.
Aflsáttur á árskorti kemur í staðinn fyrir súperpassa sem detta út úr gjaldskrá 2021. Lagt er til sérverð fyrir öryrka og ellilífeyrisþega á árskorti í sundi.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að samþykka gjaldskrá íþróttamannvikja fyrir árið 2021.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 09:50
  • Hlynur Kristinsson - mæting: 09:50

Fundi slitið - kl. 09:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?