Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
217. fundur 02. desember 2020 kl. 08:10 - 09:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Gylfi Ólafsson boðaði forföll, enginn mætti í hans stað.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2020 - 2020110006

Kosning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2020.
Ákveðið að útnefning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar fari fram 27. desember 2020.
Esther yfirgaf fundinn 08:30.

Gestir

  • Esther Ósk Arnórsdóttir - mæting: 08:10

3.Uppbyggingarsamningar 2020 - 2019080035

Lagt fram umsóknarferli uppbyggingarsamninga fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykka umsóknarferli uppbyggingasamninga.

4.Gjaldskrár 2021 - 2020050033

Á 465. fundi sínum þann 26. nóvember 2020 vísaði bæjarstjórn gjaldskrá íþróttamannvirkja aftur til íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín með tillögur að breytingum á gjaldskrá íþróttamannvirkja.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að breyta afslætti á árskorti á skíðasvæði úr 20% í 50% fyrir einstaklinga með virkt árskort í sundi sem fjármálastjóri lagði til í minnisblaði.
Aflsáttur á árskorti kemur í staðinn fyrir súperpassa sem detta út úr gjaldskrá 2021. Lagt er til sérverð fyrir öryrka og ellilífeyrisþega á árskorti í sundi.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að samþykka gjaldskrá íþróttamannvikja fyrir árið 2021.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 09:50
  • Hlynur Kristinsson - mæting: 09:50

Fundi slitið - kl. 09:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?