Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
212. fundur 16. september 2020 kl. 08:10 - 08:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Verkefnalisti lagður fram til kynningar.
Kynntur verkefnalisti íþrótta-og tómstundanefndar.

2.Skýrslur vinnuskólans - 2019080034

Lög fram skýrsla vinnuskólans árið 2020.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir greinargóða skýrslu.

3.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 14. september sl., um tillögu á breytingu uppbyggingasamninga árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir frekari tillögum á útfærslu og felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að vinna málið áfram.

4.Endurskoðun á samstarfssamning 2020 - 2019110044

Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur milli Ísafjarðarbæjar og HSV, frá og með 1. janúar 2021 til næstu þriggja ára.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

Fundi slitið - kl. 08:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?