Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
207. fundur 01. apríl 2020 kl. 08:10 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Svala Sigríður Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar
Verkefnalisti lagður fram.

2.Endurskoðun á samstarfssamningi 2020 - 2019110044

Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 30. mars sl., vegna óska um breytingu á verkefnasamningi HSV og skíðafélagisns við Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að verkefnasamningur við skíðafélagið haldi sér eins og hann er, þar sem aðstæður í þjóðfélaginu eru fordæmalausar.
Sif Huld Albertsdóttir sat hjá á meðan umræður um verkefnasamning við skíðafélagið fór fram.

3.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Lögð fram drög að breyttu umsóknarferli uppbyggingarsjóðs Ísafjarðarbæjar við aðildarfélög HSV.
Lagt fram til kynningar og sviðsstjóra falið að vinna áfram við verkefnið.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?