Íþrótta- og tómstundanefnd

206. fundur 04. mars 2020 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Kristján Jónsson varamaður
  • Ingibjörg Elín Magnúsdóttir varamaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir Sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- tómstundanefndar. - 2014030064

Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Verkefnalisti lagður fram.

2.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Uppbyggingarsamningar 2020, úthlutun til íþróttafélaga.
Nefndin leggur til að úthlutað verði til þeirra sex félaga sem sóttu um fyrir árið 2020. Nefndin leggur áherslu á að félögin skili lokaskýrslu um verkið 15. nóvember 2020. Heildarúthlutun er kr. 12.000.000,- sem skiptist þannig að sex félög fái kr. 1.833.000,- og ein deild innan SFÍ fái kr. 1.000.000,-.

3.Sundlaug Flateyrar tjón á þakvirki - 2019060070

Sviðsstjóri fer yfir stöðu mála vegna leka á þaki sundlaugar Flateyrar.
Staða kynnt.

4.Neyðarbúnaður í íþróttamannvirkjum - 2020030004

Héraðssamband Vestfjarða HSV óskar eftir úttekt á neyðarbúnaði í íþróttamannvikjum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?