Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
204. fundur 29. janúar 2020 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Elín Magnúsdóttir varamaður
  • Svala Sigríður Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Verkefnalisti janúar 2020.
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Endurskoðun á reglum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar - 2018120077

Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Lagt til að taka upp samtal við Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp um sameiginlega útnefningu á íþróttamanni ársins. Sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs falið að senda bréf þar sem óskað er eftir samtali.

3.Endurskoðun á samstarfssamning 2020 - 2019110044

Samstarfsamningur kynntur milli Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfjarðar fyrir árið 2020.
Samningurinn lagður fram til samþykktar til eins árs með breytingu á 11. gr. sem sett verður inn að nýju í samningi fyrir árið 2021. Lagt er til að samningurinn verði endurskoðaður í heild sinni í samstarfi við HSV fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?