Íþrótta- og tómstundanefnd

204. fundur 29. janúar 2020 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Elín Magnúsdóttir varamaður
  • Svala Sigríður Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Verkefnalisti janúar 2020.
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Endurskoðun á reglum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar - 2018120077

Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Lagt til að taka upp samtal við Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp um sameiginlega útnefningu á íþróttamanni ársins. Sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs falið að senda bréf þar sem óskað er eftir samtali.

3.Endurskoðun á samstarfssamning 2020 - 2019110044

Samstarfsamningur kynntur milli Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfjarðar fyrir árið 2020.
Samningurinn lagður fram til samþykktar til eins árs með breytingu á 11. gr. sem sett verður inn að nýju í samningi fyrir árið 2021. Lagt er til að samningurinn verði endurskoðaður í heild sinni í samstarfi við HSV fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?