Íþrótta- og tómstundanefnd

202. fundur 04. desember 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir
Dagskrá

1.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri, mætir til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.

2.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Verkefnalisti desember 2019.
Verkefnalisti lagður fram.

3.Knattspyrna - 2019100046

Ósk knattspyrnudeildar Vestra um rekstur knattspyrnuvallar á Torfnesi sumarið 2020.
Nefndin sér sér ekki fært að verða við samningsdrögum. Nefndin leggur til að farið verði í frekari vinnu að lausn að bættu verklagi og samstarfi Ísafjarðarbæjar og Vestra knattspyrnu.

4.Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar - framtíðarsýn og tækjakostur - 2018120078

Ósk um sölu á léttvíni og bjór á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Leggur jafnframt áherslu á að forstöðumaður skíðasvæðis virði og fari eftir þeim áherslum og lögum sem fylgja sölu á léttvíni og bjór einkum er varðar hóf og lýðheilsu. Einnig telur nefndin mikilvægt að gæta hagsmuna barna- og unglinga í tengslum við meðferð léttvíns og bjórs.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?