Hátíðarnefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
6. fundur 16. febrúar 2016 kl. 08:10 - 09:19 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Jónas Þór Birgisson
  • Kristján Andri Guðjónsson
  • Inga Steinunn Ólafsdóttir
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir Bæjarritari
Dagskrá

1.Hátíðarhöld á Byggðasafni Vestfjarða - 2015090060

Lagður er fram tölvupóstur Jóns Sigurpálssonar, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, frá 8. febrúar sl., varðandi hátíðarhöld í Byggðasafninu í sumar.
Hátíðarnefnd telur saltfiskveislu á föstudeginum 16. júlí vera góða framlengingu á þeim hátíðarhöldum sem fram fara í Neðsta kaupstað og felur starfsmanni nefndarinnar að ræða við bréfritara.

2.Klukkuport í Neðsta kaupstað - 2015090060

Lagður er fram tölvupóstur Jóns Sigurpálssonar, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, frá 2. febrúar sl., varðandi klukkuportið í Neðsta kaupstað.
Hátíðarnefnd tekur vel í verkefnið, felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna að fjármögnun verksins og koma með tillögu fyrir næsta fund hátíðarnefndar.

3.Almenn skipulagning hátíðarhalda í tengslum við afmæli Ísafjarðarbæjar árið 2016 - 2015090060

Hátíðarhöld 14.-17. júlí nk. í tilefni afmælis Ísafjarðarbæjar
Unnið var að frekari vinnu dagskrár og undirbúnings hátíðarhaldanna í júlí.

Fundi slitið - kl. 09:19.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?