Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
204. fundur 08. maí 2019 kl. 12:00 - 12:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varaformaður
  • Högni Gunnar Pétursson varaformaður
  • Ólafur Baldursson varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsagnarbeiðni vegna fiskeldis í Skutulsfirði - 2017050072

Lagt fram bréf Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsett 29. mars sl., ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu Hábrúnar ehf. í Skutulsfirði. Umsagnarfrestur er til 26. apríl.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1056. fundi sínum 1. apríl sl., og vísaði því til umsagnar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í fyrirhugaða framleiðsluaukningu og gerir ekki athugasemd við fyrirætlanirnar.

2.Malarnám í Skutulsfirði - 2019040054

Lagður fram tölvupóstur Bryndísar Róbertsdóttur f.h. Orkustofnunar, dagsettur 26. apríl sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn Kubbs ehf. um leyfi til töku á möl og sandi af hafsbotni í Polli, Skutulsfirði.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1059. fundi sínum 29. apríl sl., og vísaði því til umsagnar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við vinnsluna en leggur til að farið verði eftir leiðbeiningum Orkustofnunar og efnistaka verði ekki á minna en 8 metra dýpi.

3.Ársreikningur hafnarsjóðs - 2019010013

Lagður fram endurskoðaður ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2019.
Lagður fram til kynningar.

4.Mælingar á sigi Sundabakkakants - 2016090029

Lagðar fram mælingar gerðar af Sveini Lyngmo hjá Tækniþjónustu Vestfjarða sem gerðar voru að ósk hafnarstjóra í framhaldi af umræðum á síðasta fundi hafnarstjórnar. Samkvæmt mælingunum er sig á Sundabakkakantinum óverulegt, eða um 2 sentimetrar.
Lagðar fram til kynningar.

5.Ársreikningur Hafnasambands Íslands - 2019030067

Lagður fram endurskoðaður ársreikningur Hafnasambands Íslands.
Lagður fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnarfunda Hafnasambands Íslands - 2019030067

Lagðar fram fundargerðir 409. og 410. stjórnarfunda Hafnasambands Íslands.
Lagðar fram til kynningar.

7.Áhættumat fyrir Ísafjörð - 2017030069

Lögð fram skýrsla um bráðabirgðaráhættumat fyrir Ísafjörð og tillögur til skaðaminkunnar vegna hækkandi sjávarstöðu og storma. Skýrslan er gerð af Manuel Meidinger, nema í Háskólasetri Vestfjarða, undir leiðsögn Luis Costa.
Lögð fram til kynningar.

8.Nýr björgunarbátur SVÍ á Vestfjörðum - 2002120016

Lögð fram drög að samningi hafnarsjóðs og Björgunarbátasjóðs SVÍ á Vestfjörðum vegna kaupa á nýjum björgunarbáti frá Noregi.
Hafnarstjórn telur kaupin nauðsynleg og leggur til við bæjarstjórn að leitað verði leiða til að fjármagna þann kostnað sem falla mun á Ísafjarðarbæ verði samningurinn undirritaður.

9.Ísafjarðarhöfn - stöðuleyfi fyrir torgsöluhús - 2016040066

Kristín Þórunn Helgadóttir óskar eftir endurnýjun stöðuleyfis vegna torgsöluhúss við Ísafjarðarhöfn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindinu til hafnarstjórnar á 519. fundi sínum.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurnýjun stöðuleyfisins.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?