Hafnarstjórn
Dagskrá
1.Umsagnarbeiðni vegna fiskeldis í Skutulsfirði - 2017050072
Lagt fram bréf Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsett 29. mars sl., ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu Hábrúnar ehf. í Skutulsfirði. Umsagnarfrestur er til 26. apríl.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1056. fundi sínum 1. apríl sl., og vísaði því til umsagnar í hafnarstjórn.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1056. fundi sínum 1. apríl sl., og vísaði því til umsagnar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í fyrirhugaða framleiðsluaukningu og gerir ekki athugasemd við fyrirætlanirnar.
2.Malarnám í Skutulsfirði - 2019040054
Lagður fram tölvupóstur Bryndísar Róbertsdóttur f.h. Orkustofnunar, dagsettur 26. apríl sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn Kubbs ehf. um leyfi til töku á möl og sandi af hafsbotni í Polli, Skutulsfirði.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1059. fundi sínum 29. apríl sl., og vísaði því til umsagnar í hafnarstjórn.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1059. fundi sínum 29. apríl sl., og vísaði því til umsagnar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við vinnsluna en leggur til að farið verði eftir leiðbeiningum Orkustofnunar og efnistaka verði ekki á minna en 8 metra dýpi.
3.Ársreikningur hafnarsjóðs - 2019010013
Lagður fram endurskoðaður ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2019.
Lagður fram til kynningar.
4.Mælingar á sigi Sundabakkakants - 2016090029
Lagðar fram mælingar gerðar af Sveini Lyngmo hjá Tækniþjónustu Vestfjarða sem gerðar voru að ósk hafnarstjóra í framhaldi af umræðum á síðasta fundi hafnarstjórnar. Samkvæmt mælingunum er sig á Sundabakkakantinum óverulegt, eða um 2 sentimetrar.
Lagðar fram til kynningar.
5.Ársreikningur Hafnasambands Íslands - 2019030067
Lagður fram endurskoðaður ársreikningur Hafnasambands Íslands.
Lagður fram til kynningar.
6.Fundargerðir stjórnarfunda Hafnasambands Íslands - 2019030067
Lagðar fram fundargerðir 409. og 410. stjórnarfunda Hafnasambands Íslands.
Lagðar fram til kynningar.
7.Áhættumat fyrir Ísafjörð - 2017030069
Lögð fram skýrsla um bráðabirgðaráhættumat fyrir Ísafjörð og tillögur til skaðaminkunnar vegna hækkandi sjávarstöðu og storma. Skýrslan er gerð af Manuel Meidinger, nema í Háskólasetri Vestfjarða, undir leiðsögn Luis Costa.
Lögð fram til kynningar.
8.Nýr björgunarbátur SVÍ á Vestfjörðum - 2002120016
Lögð fram drög að samningi hafnarsjóðs og Björgunarbátasjóðs SVÍ á Vestfjörðum vegna kaupa á nýjum björgunarbáti frá Noregi.
Hafnarstjórn telur kaupin nauðsynleg og leggur til við bæjarstjórn að leitað verði leiða til að fjármagna þann kostnað sem falla mun á Ísafjarðarbæ verði samningurinn undirritaður.
9.Ísafjarðarhöfn - stöðuleyfi fyrir torgsöluhús - 2016040066
Kristín Þórunn Helgadóttir óskar eftir endurnýjun stöðuleyfis vegna torgsöluhúss við Ísafjarðarhöfn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindinu til hafnarstjórnar á 519. fundi sínum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindinu til hafnarstjórnar á 519. fundi sínum.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurnýjun stöðuleyfisins.
Fundi slitið - kl. 12:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?