Hafnarstjórn
Dagskrá
1.Möguleg sameining hafnarsjóða Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 2019020051
Lagt fram bréf Péturs Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, dagsett 7. febrúar, þar sem óskað er eftir fundi vegna mögulegrar sameiningar hafnarsjóða Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið, en leggur áherslu á að möguleg stofnun hafnasamlags hafi ekki áhrif á uppbyggingaráform hafna Ísafjarðarbæjar, og leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og hafnarstjóra verið falið að leiða viðræður við fulltrúa Súðavíkurhrepps.
2.Umhverfismat á Sundabakkarsvæði - 2017050124
Lagt fram minnisblað Fannars Gíslasonar f.h. Vegagerðarinnar, dags. 19. mars, um gerð umhverfismats vegna stækkunar Sundabakka á Ísafirði.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga til samninga við VerkÍs á Ísafirði um gerð umhverfismats.
3.Endurbygging löndunarkants á Suðureyri - 2019030066
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 19. mars, varðandi endurbyggingu löndunarkants á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.
4.Umræður um Þingeyrarhöfn og Flateyrarhöfn - 2018080027
Lögð fram beiðni Högna Péturssonar varaformanns varðandi umræður um málefni hafnanna á Þingeyri og Flateyri.
Rætt um málefni hafnanna á Þingeyri og Flateyri, m.a. um ástand dekkja. Fram kom í umræðunum að framkvæmdum við rafkerfi Flateyrarhafnar er lokið, en kerfið skemmdist mikið í flóði nýverið.
5.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067
Lagðar fram fundargerðir 409. og 410. funda stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?