Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
202. fundur 24. janúar 2019 kl. 12:00 - 12:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson varaformaður
  • Ólafur Baldursson varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Könnun Peter Wild um áhrif skemmtiferðaskipa - 2019010016

Lögð fram niðurstaða könnunar sem Peter Wild framkvæmdi sumarið 2018 að beiðni Cruise Iceland og Hafnarsambands Íslands, sem og minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar upplýsingafulltrúa um könnunina.
Hafnarstjórn lýsir ánægju með framlagða skýrslu.

2.Endurnýjun björgunarskips á Ísafirði - 2002120016

Lagt fram bréf Gauta Geirssonar f.h. Björgunarbátasjóðs Ísafjarðar þar sem leitað er samstarfs vegna kaupa á nýju björgunarskipi í stað Gunnars Friðrikssonar. Ragnar Ágúst Kristinsson, gjaldkeri Björgunarbátasjóðs Ísafjarðar, kom til fundar við nefndina.
Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur hafnarstjóra að vinna ásamt Björgunarbátasjóðnum að drögum að samkomulagi sem lagt verður fyrir nefndina.
Ragnar yfirgaf fundinn klukkan 12.30.

Gestir

  • Ragnar Ágúst Kristinsson - mæting: 12:20

3.Ályktun um öryggi í höfnum - 2017020060

Lögð fram ályktun Hafnasambands Íslands um öryggi í höfnum.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að skipaður hefur verið öryggisfulltrúi sem hefur hafið vinnu við endurnýjun öryggisáætlunar fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.

4.Þinggerð 41. Hafnasambandsþings - 2017020060

Lögð fram endanleg þinggerð 41. Hafnasambandsþings.
Lagt fram til kynningar.

5.Staða landtenginga í höfnum landsins - 2017020060

Lagt fram minnisblað Gísla Gíslasonar, formanns Hafnasambands Íslands og hafnarstjóra Faxaflóahafna, um stöðu landtenginga á helstu höfnum landsins.
Lagt fram til kynningar.

6.Geymsluport á Suðurtanga - 2018060058

Lagt fram minnisblað Guðmundar Magnúsar Kristjánssonar hafnarstjóra varðandi geymsluport á Suðurtanga og tekjur hafnarsjóðs af útleigu þess.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að hefja undirbúning að lokun geymsluports og gera skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd grein fyrir lokuninni.

7.Fundargerð 408. fundar Hafnasambands Íslands - 2017020060

Lögð fram fundargerð 408. fundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?