Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
201. fundur 12. nóvember 2018 kl. 12:00 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson varaformaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir flotbryggju á Flateyri (10 m.kr.) sem brýn þörf er á og flotbryggju í skútuhöfn á Ísafirði (10.m.kr.) við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

2.Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands. - 2017020060

Lögð fram fundargerð 406. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 5. október sl.
Lagt fram til kynningar.

3.Hafnasambandsþing 2018 - 2017020060

Lagðar fram skýrslur frá Hafnasambandsþingi 2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?