Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
199. fundur 10. ágúst 2018 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Högni Gunnar Pétursson varaformaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Martha Sigríður Örnólfsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091

Fyrir fundinum liggur erindisbréf hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Undir þessum lið mætti Þórdís Sif Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóri.
Lagt fram til kynningar. Starsmanni hafnarstjórnar falið að vinna drög að tillögum að nýju erindisbréfi, þar sem gildandi erindisbréf er komið nokkuð til ára sinna.
Þórdís Sif Sigurðardóttir yfirgaf fundinn klukkan 15.23.

Gestir

  • Þórdís Sif Sigurðardóttir - mæting: 15:00

2.Frystipressa á Vestrahús Suðurgötu - 2018070014

Fyrir fundinum liggur bréf dagett 3. júlí 2018, frá Gísla Jóni Hjaltasyni, framkvæmdarstjóra, til Axels Rodriguez Överby, byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, er varðar umsókn Vestra ehf. um endurnýjun á kælivélbúnaði frystigeymslu Vestra ehf. er snýr að Ásgeirsbakka.
Bréfritari biður um leyfi til að fá að staðsetja nútíma kælibúnað við hlið hússins. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti að því gefnu að snyrtimennsku og öryggis verði gætt við uppsetningu búnaðarins.

3.Heimild til notkunar Cardinal 825 vogar á Ísafjarðarhöfn - 2018080006

Fyrir fundinum liggur bréf Neytendastofu dags. 17. júlí 2018 vegna prófunar vogarhauss af gerðinni Cardinal 825.
Lagt fram til kynningar.

4.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram bréf frá Fannari Gíslasyni, hafnarmálasviði Vegagerðarinnar, dagsett 3. júlí 2018, varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við lengingu Sundabakka.
Lagt fram til kynningar. Hafnarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi í samstarfi við hafnarmálasvið Vegagerðarinnar.

5.Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059

Lögð fram fundargerð 2. verkfundar sem haldinn var 30. maí 2018.
Lagt fram til kynningar.

6.Ísafjarðarhöfn - útgáfa kynningarefnis - 2018080005

Lagður fram bæklingur sem gerður var vegna komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar sumarið 2018 og dreift til íbúa á norðanverðum Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?