Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
198. fundur 11. maí 2018 kl. 12:00 - 13:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Valur Sæþór Valgeirsson varamaður
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Rekstur landamærastöðvar á Ísafirði vegna innflutnings á dýraafurðum frá ríkjum utan EES - 2017030072

Fyrir fundinum liggur bréf frá Margréti Bragadóttur hjá Matvælastofnun til Vestra ehf frystigeymslu, dagsett 18. apríl 2018 er varðar lokun landamærastöðvar á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2017 - 2017020060

Fyrir fundinum liggur ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2017.
Lagt fram til kynningar.
Jóna Benediktsdóttir mætir til fundar undir þessum lið klukkan 12.30.

3.Minnisblöð hafnarstjóra um salernismál - 2017030024

Lögð fram minnisblöð hafnarstjóra dagsett 8. maí sl., vegna salernismála í Ísafjarðarkirkju og á íþróttasvæðinu á Torfnesi.
Hafnarstjórn samþykkir að fjármagna í tilraunaskyni starfsmann í sumar sem nýtist við móttöku farþega skemmtiferðaskipa.

4.Hafnasamband Íslands - fundargerðar 402. og 403. fundar stjórnar. - 2017020060

Lagðar fram fundargerðir 402. og 403. funda stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldnir voru 19. mars og 23. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Mávagarður Viðlegustöpull - 2016120059

Lögð er fram fundargerð fyrsta verkfundar sem haldinn var 7. maí 2018.
Lagt fram til kynningar.

6.Ráðstefnan Cruise Europe 2018 - 2017030024

Kristján Andri Guðjónsson, formaður hafnarstjórnar, segir frá ráðstefnunni Cruise Europe, sem haldin var í lok apríl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?