Hafnarstjórn

198. fundur 11. maí 2018 kl. 12:00 - 13:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Valur Sæþór Valgeirsson varamaður
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Rekstur landamærastöðvar á Ísafirði vegna innflutnings á dýraafurðum frá ríkjum utan EES - 2017030072

Fyrir fundinum liggur bréf frá Margréti Bragadóttur hjá Matvælastofnun til Vestra ehf frystigeymslu, dagsett 18. apríl 2018 er varðar lokun landamærastöðvar á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2017 - 2017020060

Fyrir fundinum liggur ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2017.
Lagt fram til kynningar.
Jóna Benediktsdóttir mætir til fundar undir þessum lið klukkan 12.30.

3.Minnisblöð hafnarstjóra um salernismál - 2017030024

Lögð fram minnisblöð hafnarstjóra dagsett 8. maí sl., vegna salernismála í Ísafjarðarkirkju og á íþróttasvæðinu á Torfnesi.
Hafnarstjórn samþykkir að fjármagna í tilraunaskyni starfsmann í sumar sem nýtist við móttöku farþega skemmtiferðaskipa.

4.Hafnasamband Íslands - fundargerðar 402. og 403. fundar stjórnar. - 2017020060

Lagðar fram fundargerðir 402. og 403. funda stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldnir voru 19. mars og 23. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Mávagarður Viðlegustöpull - 2016120059

Lögð er fram fundargerð fyrsta verkfundar sem haldinn var 7. maí 2018.
Lagt fram til kynningar.

6.Ráðstefnan Cruise Europe 2018 - 2017030024

Kristján Andri Guðjónsson, formaður hafnarstjórnar, segir frá ráðstefnunni Cruise Europe, sem haldin var í lok apríl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?