Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
195. fundur 16. janúar 2018 kl. 12:00 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrá 2018 - 2017020049

Kynnt drög að breytingu á gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2018.
Nefndin leggur til að breytt gjaldskrá verði samþykkt og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Dreifibréf Hafnasambands Íslands - 2017020060

Fyrir fundinum liggur bréf Samgöngustofu til Hafnasambands Íslands, dagsett 6. desember sl., vegna öryggismála í höfnum landsins.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir því hvaða öryggisráðstafanir er nauðsynlegt að ráðast í.
Fylgiskjöl:

3.Þróun hafnarsvæðis - doktorsverkefni - 2017050101

Kynnt uppkast af skýrslu eftir Majid Eskafi, dagsett í nóvember 2017, vegna doktorsverkefnis hans við Háskóla Íslands.
Kynnt fyrir hafnarstjórn.

4.Hafnasamband Íslands - fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambandsins - 2017020060

Lögð fram fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 1. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Mávagarður Viðlegustöpull - 2016120059

Hafnarstjóri skýrir frá stöðu verkefnisins.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að verkið er í útboði ásamt djúpþjöppun á Flateyri. Tilboð verða opnuð klukkan 14.15 miðvikudaginn 17. janúar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?