Hafnarstjórn

194. fundur 07. nóvember 2017 kl. 12:00 - 13:20 Hótel Ísafjörður
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dagsett 21. október sl., um framkvæmdir og fjárfestingar 2018 ásamt tillögu um hækkun gjaldskrár 2018.
Á 193. fundi hafnarstjórnar, 31. október sl., var málinu frestað til næsta fundar.
Hafnarstjóri fór yfir eintaka liði og svaraði spurningum nefndarmanna. Hafnarstjórn vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

2.Gjaldskrá 2018 - 2017020049

Lögð fram til staðfestingar, uppfærð gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar.

Almennt hækka gjaldskrár samkvæmt verðbólguspá sem nú er 2,5% en farþegagjald hækkar um 25 krónur fyrir hvern fullorðinn og 12,5 krónur fyrir börn, samkvæmt áætlun frá 2016. Rafmagn hækkar um 9,4% sem er hækkun Orkubús Vestfjarða til hafna Ísafjarðarbæjar, milli gjaldskrárhækkana 2017 til 2018.
Hafnarstjórn vísar málinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

3.Skýrsla Samtaka Iðnaðarins - hafnahluti - 2017110015

Fyrir fundinum liggur hluti skýrslu Samtaka Iðnaðarins um innviði og ástand innviða, eða sá hluti hennar sem fjallar um hafnir á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060

Lögð fram fundargerð 398. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 25. október sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Mávagarður Viðlegustöpull - Umsókn um framkvæmdarleyfi - 2016120059

Lagt fram bréf Sigurðar Áss Grétarssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dagsett 30. október sl., vegna mögulegra breytinga á hönnun og framkvæmd við viðlegustöpul á Mávagarði.
Á 193. fundi hafnarstjórnar, 31. október sl., var erindinu frestað til næsta fundar.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Fylgiskjöl:

6.Flotbryggja við Olíumúla - 2017100079

Lagt fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar og Torfa Einarssonar, dagsett 30. október sl., þar sem óskað er eftir því að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir flotbryggju úr steinsteyptum einingum við hlið þeirrar sem fyrir er við Olíumúla.
Á 193. fundi hafnarstjórnar, 31. október sl., var málinu frestað til næsta fundar.
Hafnarstjórn telur óraunhæft að gera ráð fyrir byggingu flotbryggju á næsta fjárhagsári, en felur hafnarstjóra að svara bréfritara og gera minnisblað til bæjarráðs.

7.Þararækt- Svæði undir tilraun nemenda - 2017100073

Lisa Vidal og Háskólasetur Vestfjarða óska eftir leyfi fyrir tilraunasvæði til þararæktar við Grænagarðsbryggju skv. meðfylgjandi bréfi dagsettu 30. október sl.
Á 193. fundi hafnarstjórnar, 31. október sl., var erindinu frestað til næsta fundar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?