Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
192. fundur 07. júlí 2017 kl. 12:00 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Valur Sæþór Valgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Löndun á steypuefni á Þingeyri - 2017060066

Lagt fram bréf Sigríðar Laufeyjar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Kubbs ehf., dagsett 26. júní 2017, þar sem óskað er eftir því að fá að landa steypuefni á Þingeyri vegna gangagerðar í Dýrafjarðargöngum.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við uppskipun efnis, hinsvegar er staðsetning 2 hafnað, og vísar erindi til skipulags- og mannvirkjanefndar og tæknideildar fyrir nánari staðsetningu efnis.

2.Niðurlagning Fjallskagavita - 2017070020

Lagt fram bréf frá Vegagerð ríkisins dagsett 5. júlí 2017 þar sem óskað er umsagnar um fyrirætlanir um að leggja niður Fjallaskagavita og afskrá úr Vitaskrá.
Hafnarstjórn gerir kröfur um góðan frágang vegna niðurrifs.

3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram minnisblað Sigurðs Áss Grétarssonar og Bjarka Ómarssonar hjá Vegagerð ríkisins, dagsett 20. júní 2017, þar sem lagt er mat á kostnað við lengingu Sundabakka um 300 metra og tengdar framkvæmdir.
Lagt fram til kynningar.

4.Sig á hafnarkanti á Flateyri - 2017070024

Lagt fram minnisblað Sigurðar Áss Grétarssonar og Bjarka Ómarssonar frá Vegagerð ríkisins varðandi sig á hafnarkanti á Flateyri.
Hafnarstjórn telur að Vegagerð Ríkisins eigi að bera kostnað af umræddri framkvæmd, þar sem sig má rekja til hönnunargalla framkvæmdar, með vísan í minnisblað Sigurðar Áss Grétarssonar dags.05.07.2017.

5.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060

Lögð fram fundargerð 395. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060

Lögð fram drög að áskorun um bann gegn svartolíu. Drögin, sem eru ódagsett, voru send Hafnasambandi Íslands sem beðið var um að koma þeim áleiðis til hafna landsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?