Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
191. fundur 30. maí 2017 kl. 12:00 - 13:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Ísafjarðarhöfn - ýmis mál 2017 - 2017030024

Lagður fram ársreikningur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

2.Ísafjarðarhöfn - starfsmannamál - 2017050112

Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri fer yfir starfsmannamál á höfninni.
Fram kom í máli hafnarstjóra að heimild til að ráða tvo viðbótarstarfsmenn til hafnarinnar hefur ekki verið fullnýtt.

3.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Sigmars Arnars Steingrímssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 15. maí sl., ásamt ódagsettri skýrslu Rorum ehf. f.h. Hábrúnar ehf., „Tilkynning til ákvörðunar á matsskyldu, á allt að 1000 tonna ársframleiðslu af þorski og regnbogasilungi í sjókvíum.“
Skipulagstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 2. viðauka 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 975. fundi sínum 22. maí sl. og vísaði til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

4.Sjóvarnarskýrsla 2017 - 2017040021

Lagður fram tölvupóstur Péturs Inga Sveinbjörnssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dagsettur 7. apríl sl., þar sem tilkynnt er að yfirlitsskýrsla um sjóvarnir sem síðast var gefin út árið 2011 verði endurskoðuð á næstu mánuðum. Gefinn er kostur á að sækja um að ákveðin svæði verði tekin til skoðunar vegna flóðahættu eða landbrots af völdum ágangs sjávar. Erindið var á dagskrá 971. fundar bæjarráðs, 10. apríl sl., og var því vísað til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að sjá til þess að kortlögð verði svæði í Ísafjarðarbæ sem viðkvæm eru fyrir flóðum eða landbroti af völdum ágangs sjávar.

5.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060

Lögð fram fundargerð 394. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 28. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060

Lagður fram ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

7.Þróun hafnarsvæðis - doktorsverkefni - 2017050101

Kynning á mögulegu doktorsverkefni Majid Eskafi, um þróun hafnarsvæðisins á Ísafirði.
Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri kynnti hið mögulega verkefni fyrir nefndinni. Hafnarstjórn tekur vel í verkefnið og felur hafnarstjóra að ræða við Majid Eskafi um mögulega aðkomu hafnarinnar að verkefninu.

8.Ísafjarðarhöfn - ýmis mál 2017 - 2017030024

Lagt fram afrit af bréfi Jóns A. Ingólfssonar, f.h. Rannsóknarnefndar samgönguslysa til Sjóvá-Almennra trygginga hf., dagsett 5. apríl 2017, og varðar flak Jóns Hákons BA 60/1955. Rannsókn á flakinu er lokið og eru Sjóvá-Almennar hvattar til að bregðast skjótt við og fjarlægja flakið sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

9.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Kjartan Árnason arkitekt og Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir mæta á fund hafnarstjórnar og kynna verkefni um skipulagsmál á Sundahöfn.
Hafnarstjórn felur Kjartani Árnasyni að fullvinna hugmyndina og kostnaðarmeta í samstarfi við hafnarstjóra.
Kjartan og Sigríður yfirgáfu fundinn klukkan 13:18

Gestir

  • Kjartan Árnason - mæting: 12:50
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir - mæting: 12:50

Fundi slitið - kl. 13:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?