Hafnarstjórn

191. fundur 30. maí 2017 kl. 12:00 - 13:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Ísafjarðarhöfn - ýmis mál 2017 - 2017030024

Lagður fram ársreikningur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

2.Ísafjarðarhöfn - starfsmannamál - 2017050112

Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri fer yfir starfsmannamál á höfninni.
Fram kom í máli hafnarstjóra að heimild til að ráða tvo viðbótarstarfsmenn til hafnarinnar hefur ekki verið fullnýtt.

3.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Sigmars Arnars Steingrímssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 15. maí sl., ásamt ódagsettri skýrslu Rorum ehf. f.h. Hábrúnar ehf., „Tilkynning til ákvörðunar á matsskyldu, á allt að 1000 tonna ársframleiðslu af þorski og regnbogasilungi í sjókvíum.“
Skipulagstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 2. viðauka 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 975. fundi sínum 22. maí sl. og vísaði til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

4.Sjóvarnarskýrsla 2017 - 2017040021

Lagður fram tölvupóstur Péturs Inga Sveinbjörnssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dagsettur 7. apríl sl., þar sem tilkynnt er að yfirlitsskýrsla um sjóvarnir sem síðast var gefin út árið 2011 verði endurskoðuð á næstu mánuðum. Gefinn er kostur á að sækja um að ákveðin svæði verði tekin til skoðunar vegna flóðahættu eða landbrots af völdum ágangs sjávar. Erindið var á dagskrá 971. fundar bæjarráðs, 10. apríl sl., og var því vísað til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að sjá til þess að kortlögð verði svæði í Ísafjarðarbæ sem viðkvæm eru fyrir flóðum eða landbroti af völdum ágangs sjávar.

5.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060

Lögð fram fundargerð 394. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 28. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2017-1018 - 2017020060

Lagður fram ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

7.Þróun hafnarsvæðis - doktorsverkefni - 2017050101

Kynning á mögulegu doktorsverkefni Majid Eskafi, um þróun hafnarsvæðisins á Ísafirði.
Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri kynnti hið mögulega verkefni fyrir nefndinni. Hafnarstjórn tekur vel í verkefnið og felur hafnarstjóra að ræða við Majid Eskafi um mögulega aðkomu hafnarinnar að verkefninu.

8.Ísafjarðarhöfn - ýmis mál 2017 - 2017030024

Lagt fram afrit af bréfi Jóns A. Ingólfssonar, f.h. Rannsóknarnefndar samgönguslysa til Sjóvá-Almennra trygginga hf., dagsett 5. apríl 2017, og varðar flak Jóns Hákons BA 60/1955. Rannsókn á flakinu er lokið og eru Sjóvá-Almennar hvattar til að bregðast skjótt við og fjarlægja flakið sem fyrst.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

9.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Kjartan Árnason arkitekt og Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir mæta á fund hafnarstjórnar og kynna verkefni um skipulagsmál á Sundahöfn.
Hafnarstjórn felur Kjartani Árnasyni að fullvinna hugmyndina og kostnaðarmeta í samstarfi við hafnarstjóra.
Kjartan og Sigríður yfirgáfu fundinn klukkan 13:18

Gestir

  • Kjartan Árnason - mæting: 12:50
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir - mæting: 12:50

Fundi slitið - kl. 13:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?