Hafnarstjórn

188. fundur 30. nóvember 2016 kl. 12:00 - 12:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Valur Sæþór Valgeirsson varamaður
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmdir hafna Ísafjarðarbæjar 2017 - 2016110086

Lagðar fram tillögur hafnastjóra að framkvæmdum á árinu 2017.
Hafnarstjórn er sammála þeirri forgangsröðun sem fram kemur í tillögunum.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Lögð fram drög að gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.

3.Eimskip - Ýmis mál - 2009090039

Lagt fram erindi frá Ólafi Erni Ólafssyni, áhafnastjóra hjá Eimskipum, dagsett 7.11.2016, þar sem óskað er eftir undanþágu til handa Gesti Helgasyni og Jóni Inga Þórarinssyni, skipstjórum á Brúarfossi, frá því að taka lóðs til og frá Ísafjarðarhöfn.
Undanþágubeiðni Eimskipa er samþykkt.

4.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2016 - 2013060031

Lögð fram fundargerð 389. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2016 - 2013060031

Lögð fram þinggerð Hafnasambandsþings sem haldið var á Ísafirði dagana 13.-14. október.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?