Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
185. fundur 21. júní 2016 kl. 12:00 - 12:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Valur Sæþór Valgeirsson varamaður
  • Ragnar Ágúst Kristinsson varamaður
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2015 - 2016030064

Lagður fram ársreikningur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar 2015.
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri fór yfir ársreikning hafnarsjóðs fyrir árið 2015. Hafnarstjórn þakkar góðan rekstur.

2.Ársreikningur Hafnasambands Íslands - 2013060031

Lagður fram ársreikningur Hafnasambands Íslands 2015.
Lagt fram til kynningar.

3.Boð á Hafnasambandsþing - 2013060031

Lagt fram boð á Hafnasambandsþing sem haldið verður á Ísafirði dagana 13. og 14. október.
Hafnarstjórn samþykkir að aðalmenn nefndarinnar verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar á þinginu og varamenn til vara.

4.Fundargerðir stjórnarfunda Hafnasambands Íslands - 2013060031

Lagðar fram fundargerðir 383., 384. og 385. stjórnarfunda Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

5.Sjávarútvegssýning 2016 - 2016060058

Lagt fram erindi frá Athygli ehf. varðandi sjávarútvegssýningu sem haldin verður 28. til 30. september.
Hafnarstjórn þakkar gott boð en sér ekki ástæðu til að taka þátt í sýningunni.

6.Viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæða - 2016010016

Lögð fram drög Ralfs Trylla umhverfisfulltrúa að endanlegri viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar. Áður voru lögð fram drög að áætlun á 183. fundi hafnarstjórnar þann 1. mars sl.
Hafnarstjórn þakkar góða vinnu og samþykkir drögin með fyrirvara um smávægilegar breytingar í samræmi við umræður á fundinum.
Hafnarstjórn beinir þeirri áskorun til bæjaryfirvalda að tengivegur milli bátahafnar og Hafnarstrætis á Flateyri verði settur undir bundið slitlag.

Fundi slitið - kl. 12:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?