Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
183. fundur 01. mars 2016 kl. 12:00 - 13:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Valur Sæþór Valgeirsson varamaður
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: G. Magnús Kristjánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Mávagarður - Þybbumannvirki - 2016030002

Fyrir fundinum liggja 2 tillögur að þybbumannvirki, annars vegar frá Verkís og hins vegar frá hafnamálasviði Vegagerðar Íslands ásamt minnisblaði frá báðum aðilum.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að leggja mat á tillögurnar og leggja álit fyrir nefndina.

2.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 380. og 381. stjórnarfunda Hafnasambands Íslands.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Viðbragðsáætlun vegna bráðarmengunar innan hafnarsvæða - 2016010016

Fyrir fundinum liggja drög að viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar unnin af Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Nefndin þakkar umhverfisfulltrúa fyrir vel unnin drög.

Gestir

  • Ralf Trylla - mæting: 12:20

4.Umhverfisstefna Ísafjarðarbæjar - 2011090086

Undir þessum lið mætir Ralf Trylla umhverfisfulltrúi og kynnir fyrir hafnarstjórn hugmyndir sínar varðandi umhverfisstefnu.
Lagt fram til kynningar.
Ralf Trylla yfirgaf fundinn klukkan 12.30.

5.Ljósmyndasýning á hafnarsvæði - 2016030003

Fyrir fundinum liggur tölvupóstur frá Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Safnahúss dags. 19.02.2016 þar sem gerð er tillaga að ljósmyndasýningu sem sýnir Ísafjörð í vetrarbúningi.
Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu.

6.Mávagarður C - umsókn um lóð - 2014120069

Vestfirskir verktakar sækja um endurnýjun á lóðarumsókn fyrir lóðina Mávagarður C skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015.
Umsókninni er vísað til umsagnar í hafnarstjórn.
Nefndin gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - mæting: 12:37

7.Umsóknir um lóðir á Suðurtanga - 2016020037

Fyrir fundinum liggur bréf frá Pétri Sigurðssyni, viðskiptastjóra Skeljungs dags. 22. febrúar 2016 vegna umsóknar á lóð fyrir eldsneytisafgreiðslustöð sem á að koma i staðinn fyrir tank sem er núna við vegg hjá afgreiðslustöð Eimskipa / Flytjanda.
Nefndin felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara í þeim tilgangi að finna aðra útfærslu.

8.Mávagarður B - Umsókn um lóð - 2016010041

Vestfirskir verktakar sækja um lóðina Mávagarður B skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015. Umsókninni vísað til umsagnar í hafnarstjórn.
Nefndin gerir ekki athugasemd við tillöguna.

9.Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059

Fyrir fundinum liggja tillögur að deiliskipulagi á Suðurtanga.
Lagt fram til kynningar.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir yfirgaf fundinn klukkan 13.04.

Fundi slitið - kl. 13:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?