Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
182. fundur 08. desember 2015 kl. 12:00 - 13:00 Í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur M Kristjánsson Hafnarstjóri
Dagskrá
Sigurður Hafberg er fjarverandi vegna ófærðar sem og varamaður hans einnig vegna ófærðar.

1.Mávagarður Áhættuþáttagreining - 2015120018

Fyrir fundinum liggur samantekt Fannars Gíslasonar hjá hafnamálasviði Vegagerðar ríkisins á helstu áhættuþáttum er varða öryggi þess að taka skip að bryggju á Mávagarði við núverandi aðstæður.
Hafnarstjórn þakkar fyrir vel gerða skýrslu sem undirstrikar mikilvægi þess að verkefnið verði klárað sem fyrst svo mannvirkið komist í fulla notkun og að öryggi þess að taka skip að Mávagarði verði tryggt.

2.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 378 og 379 stjórnarfunda hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfismál á hafnarsvæði - 2006050063

Umhverfismál 2016.
Rætt var um hvernig staðið verði að umhverfisátaki á hafnarsvæði 2016. Rætt var um að þeim sem eiga hluti eða eignir á Suðurtanga verði gert viðvart með bréfi með góðum fyrirvara. Hafnarstjóra falið að gera áætlun fyrir umhverfisátakið sem verður lagt fyrir á næsta fundi hafnarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?