Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
176. fundur 06. janúar 2015 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur Magnús Kristjánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

Lögð fram fundargerð 170. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 11. desember sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2015 - 2014080027

Lögð fram tillaga, ásamt greinargerð, að nýjum gjaldalið er varðar breytingar á reglugerð Umhverfisstofnunar, þar sem höfnum er gert skylt að rukka fyrir móttöku á úrgangi og farmleifum af skipum.
Hafnarstjórn samþykkir að taka upp nýtt gjald sem varðar móttöku á sorpi og farmleifum frá skipum.
A úrgangsgjald verði að lágmarki kr 5000 og að hámarki kr 45000
B úrgangsgjald verði fast gjald 0,35kr á brl. en lágmarksgjald kr 5000 en hámarksgjald kr. 22.500
C úrgangsgjald verði greitt samkvæmt b lið
D úrgangsgjald verði mánaðargjald kr. 5000
E förgunargjald verði lágmarksgjald kr. 10000
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skrifa erindi til Umhverfisstofnunar og óska eftir að skráning verði rafrænt útfyllt af þeim sem koma með sorpið til hafnar og að stofnunin beiti sér fyrir því að koma á samræmdu kerfi til skráningarinnar. Slíkt myndi auðvelda alla skráningu og úrvinnslu gagna.

3.Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2015 - 2014080027

Lögð fram tillaga hafnarstjóra um breytingu á orðalagi í 1. flokki vörugjalda, og einnig tillaga um gjaldtöku af fiskeldiskvíum sem geymdar eru í höfnum.
Hafnarstjórn samþykkir tillögur hafnarstjóra með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?