Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
265. fundur 26. nóvember 2025 kl. 12:00 - 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Skipulag á hafnarsvæðum vegna móttöku skemmtiferðaskipa - Sundabakki - 2024100012

Gunnar Páll Eydal og Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir frá Verkís mæta til fundar til að kynna stöðu hönnunar á göngustígunum og móttökusvæði frá Sundabakka að Neðsta og Sundahöfn.
Hafnarstjórn þakkar kærlega fyrir kynninguna.
Gunnar Páll og Áslaug yfirgefa fund kl. 12:51.

Gestir

  • Gunnar Páll Eydal - mæting: 12:00
  • Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir - mæting: 12:00

2.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri 2024-2025 - 2024010202

Kynnt skýrsla frá handverkshópnum Koltru, dags. 8. október 2025, um upplýsingamiðstöð ferðamála á Þingeyri 2025. Í henni er óskað eftir langtímasamningi um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Hafnarstjóra falið að útbúa drög að samningi sem nær til lengri tíma en eins árs og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.

3.Styrktarsjóður Hafna Ísafjarðarbæjar - 2025010205

Kynnt drög að auglýsingu um hönnunarsamkeppni um útilistaverk á hafnarsvæði á Ísafirði.
Einnig lagt fram minnisblað Önnu Sigríðar Ólafsdóttur fyrir hönd Vestfjarðastofu, dags. 3. febrúar 2025 vegna fyrirhugaðrar hönnunarsamkeppnar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að uppfæra auglýsinguna samkvæmt umræðum á fundinum og óska eftir því við Vestfjarðastofu að auglýsa samkeppnina eftir áramót.

4.Cruise Iceland - ýmis erindi 2024-2025 - 2024090023

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Cruise Iceland en fundur var haldinn þann 13. nóvember 2025.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?