Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
175. fundur 11. nóvember 2014 kl. 12:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Ágúst Kristinsson varamaður
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Guðmundur M Kristjánsson Hafnarstjóri
Dagskrá

1.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

Lagðar fram fundargerðir stjórnarfunda Hafnasambands Íslands nr. 368 og 369, einnig liggur fyrir fundinum þinggerð frá Hafnasambandsþingi sem haldið var á Dalvík og Fjallabyggð í september sl.
Lagt fram til kynningar.

2.Hafnarframkvæmdir á samgönguáætlun 2015-2018 - 2014100020

Fyrir fundinum liggur umsókn vegna samgönguáætlunar 2015-2018, unnin af Guðmundi M Kristjánssyni, hafnarstjóra, og Kristjáni Andra Guðjónssyni, formanni hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Fyrir fundinum liggur uppfærð gjaldskrá með 3,5% hækkun, sem samþykkt var á 174. fundi hafnarstjórnar.
Gjaldskrá samþykkt.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Fyrir fundinum liggur samantekt fjármálastjóra á fjárhagsáætlun 2015
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

Fyrir fundinum liggja 2 tillögur að merki Hafnasambands Íslands
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar velur tillögu 1 sem merki Hafnasambands Íslands.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?