Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
263. fundur 26. ágúst 2025 kl. 12:00 - 14:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Jóhann Birkir Helgason
  • Jóhann Bæring Gunnarsson varamaður
    Aðalmaður: Sædís Ólöf Þórsdóttir
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður óskar eftir að taka eitt mál inn með afbrigðum, með heimild í 16. gr. bæjarmálasamþykktar, sem yrði nr. 2 á dagskrá.

1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Lögð fram til samþykktar gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2026.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2026, með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Védís yfirgaf fund kl. 12.35
Magnús Einar Magnússon vék af fundi undir þessum lið kl. 12.35. Catherine Chambers varaformaður tók við stjórn fundarins.

2.Björgunarbátasjóður - endurnýjun á björgunarskipi á Ísafirði - 2025050183

Mál tekið inn með afbrigðum á fund hafnarstjórnar.

Lagt fram til samþykktar minnisblað Hilmars Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 26. ágúst 2025, en Björgunarbátasjóður SVFÍ, Vestfjörðum, hefur óskað eftir því að fyrsta greiðsla vegna endurnýjunar á samningi um notkun á björgunarskipinu Gísla Jóns 2967 verði árið 2025, en ekki 2026.

Þá er lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. ágúst 2025, þar sem lögð er til meðferð málsins í fjárhagsáætlun 2025.
Hafnarstjórn samþykkir að gerður verði nýr björgunarbátasamningur alls að fjárhæð kr. 25.000.000, til fimm ára, og fyrsta greiðsla verði í október 2025. Hafnarstjóra falið að leggja nýjan samning fyrir hafnarstjórn til samþykktar ásamt viðauka við fjárhagsáætlun 2025.

Magnús kom aftur inn á fund kl. 12:38 og tók aftur við stjórn fundarins.

3.Flateyrarhöfn 6, Flateyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025070005

Á 655. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 10. júlí 2025 var lögð fram umsókn Arctic Odda ehf., dags. 1. júlí 2025, um endurnýjun lóðaleigusamnings við Flateyrarhöfn 6 á Flateyrarodda.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir umsögnum frá hafnarstjórn, siglingasviði Vegagerðar og Veðurstofu Íslands.
Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi umsögn samhljóða:

Hafnarstjórn leggur til að lóðarleigusamningur verði ekki endurnýjaður, þar sem húsið hindrar framþróun og enduruppbyggingu hafnarinnar á Flateyri. Þar sem hafnarstjórn fer með skipulagsvald á hafnarsvæðinu telur hafnarstjórn heppilegra að hafnarsjóður leiti leiða til uppkaupa og niðurrifs á húsinu.

Verði lóðarleigusamningur endurnýjaður leggur hafnarstjórn til að fyrirvarar verði í nýjum lóðaleigusamning út af sigi á hafnarsvæðinu þar sem hafskipabryggjan hefur sigið um allt að 50 cm.
Axel yfirgaf fund kl. 13:07.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 12:55

4.Fegrunarverkefni Hafnarsjóðs - 2025080048

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildarstjóra á tæknideild, og Erlu Margrétar Gunnarsdóttur, skipulagsfulltrúa, vegna úthlutunar fegrunarverkefna úr styrktarsjóði hafna, þar sem óskað er eftir því að umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar verði ráðgefandi aðili þegar kemur að fegrunarverkefnum sem hljóta styrk úr Hafnarsjóði. Með því færu öll verkefni sem fela í sér varanlega eða tímabundna uppsetningu í almennu rými í gegnum faglegt mat áður en þau eru samþykkt, þannig að betra samráð, skýrari verkferlar og full stjórnsýsla verði viðhöfð við úthlutun og framkvæmd þessara verkefna.

Hafnarstjórn samþykkir verklag samkvæmt minnisblaði frá umhverfissviði.

5.Fljótandi hús á Pollinum, Ísafirði - 2025040120

Lögð fram kynning, dags. í júlí 2025, frá Ricarda Neehuis og Douglas Robinson um fljótandi hús "Fjarðarheimili" á Ísafirði. Ricarda fékk styrk frá Rannís og gerði mastersritgerð sem hún varði 2024. Doug kom inn í verkefnið á þessu ári og nú eru þau að vinna í og sækja um styrki til að setja upp prufuflotbryggju og seinna hús. Þau vilja reisa prufupall hjá Torfnesi og leita eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en minnir jafnframt á ábyrgð umsækjanda og að flotbryggjan valdi ekki skemmdum á eigum annarra og mikilvægi þess að hreinsa að tilraunum loknum. Áður en formlegt leyfi verður veitt er óskað umsagnar hafnarstjórnar og siglingasviðs Vegagerðar.
Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi umsögn samhljóða:

Hafnarstjórn líst vel á verkefnið en telur að fyrirhuguð staðsetning henti ekki vegna veðuraðstæðna, íss, og umferðaröryggis vegna aðgengis að flotbryggjunni. Hafnarstjórn hvetur umsækjendur til að leita nýrra kosta fyrir staðsetningu.

Jóhann Birkir þurfti frá að hverfa kl. 13.00.

6.Suðureyrarhöfn - smábátahöfn, flotbryggja og viðlegupláss - 2024010077

Lagt fram erindi Kjartan Elíassonar, f.h. Vegagerðar, dags. 15. ágúst 2025, vegna útboðs á Suðureyri, grjótgarðs og dýpkunar 2025, en vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Grjótverk ehf., að fjárhæð kr. 45.337.000.

Þá er lagt fram minnisblað Hilmars Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 20. ágúst 2025, vegna málsins þar sem lagt er til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, en felur hafnarstjóra að gera ráð fyrir hluta kostnaðar í fjárhagsáætlun 2026.

7.Skipulag á hafnarsvæðum vegna móttöku skemmtiferðaskipa - Sundabakki - 2024100012

Lagt fram minnisblað Hilmars Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 25. júlí 2025, vegna skipulags í Sundahöfn, þ.e. uppskiptingu Sundahafnar, ferðaþjónustu og annarrar atvinnustarfsemi, þar sem lagt er til að hafnarstjórn samþykki að tíminn fram til næsta sumars 2026 verði notaður til að framkvæma og innleiða þær breytingar sem fram koma í minnisblaðinu.

Jafnframt lögð fram til frekari kynningar skýrsla Verkís ehf., dags. 30. júní 2021, um skipulag og stefnu Ísafjarðarhafna.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.

8.Bílastæðamál á Mávagarði - 2025080100

Lagt fram erindi Rúnars Karlssonar, f.h. Skútusiglinga ehf., dags. 6. ágúst 2025, um bílastæðamál á Mávagarði, þar sem óskað er eftir því að fallið verði frá takmörkunum á lagningu bíla við Mávagarðsbryggju nema við olíutankana. Ef hafnarstjórn sér sig ekki fært að verða við þessari ósk er til vara farið fram á starfsmannastæði Skútusiglinga sem afmarkast á þennan hátt, milli ljósamasturshúss hafnarinnar og þjónustugáms Skútusiglinga. Sjá mynd. Eins er óskað eftir haldbærum rökum fyrir þessari ráðstöfun og að þá verði jafnt yfir alla að ganga. Er þar einnig vísað til gildandi deiliskipulags.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skipuleggja bifreiðastæði á höfninni með það í huga að sætta sjónarmið allra aðila það sem eftir er af sumarvertíðinni, og að skipulag og merkingar skammtímastæða verði með betri hætti til framtíðar.

9.Sturta og salerni Flateyrarhöfn - 2025080101

Lagt fram minnisblað Hilmars Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 29. júlí 2025, um sturtuaðstöðu á Flateyrarhöfn, en hafnarstjóri óskar eftir að fá að kaupa sturtu og salernisgám til að setja upp á Flateyri. Kostnaður er áætlaður um kr. 4.000.000.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu hafnarstjóra um kaup á sturtu og salernisgámi fyrir Flateyrarhöfn.

10.Byggðasafn Vestfjarða 2017 - 2017010072

Lagt fram erindi Jónu Símoníu Bjarnardóttur, forstöðukonu Byggðasafns Vestfjarða, dags. 21. ágúst 2025, um styrk vegna flotbryggju, en bryggja kostar um kr. 20.000.000.
Hafnarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu. Hafnarstjórn vísar málinu til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð.

Fundi slitið - kl. 14:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?