Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Magnús Einar Magnússon víkur af fundi undir þessum lið. Catherine Chambers tekur við fundarstjórn á meðan.
1.Björgunarbátasjóður - endurnýjun á björgunarskipi á Ísafirði - 2025050183
Lagt fram erindi frá Gauta Geirssyni f.h. Björgunarbátasjóðs SVFÍ Vestfjörðum, dags. 20. maí 2025 vegna endurnýjunar á björgunarskipi á Ísafirði.
Þess er farið á leit við hafnarstjórn að gerður verði nýr samningur milli björgunarbátasjóðsins og Hafna Ísafjarðarbæjar vegna varalóðsþjónustu.
Þess er farið á leit við hafnarstjórn að gerður verði nýr samningur milli björgunarbátasjóðsins og Hafna Ísafjarðarbæjar vegna varalóðsþjónustu.
Hafnarstjórn tekur vel í beiðni Björgunarbátasjóðs SVFÍ og felur hafnarstjóra að ganga til samninga við félagið.
Magnús kemur aftur til fundar kl. 12:07.
2.Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, f.h. fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar, dags. 27. maí 2025, vegna endurskoðunar gjaldskrár hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2026.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundar til að ræða undirbúning uppfærslu á gjaldskrá hafna fyrir árið 2026.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að hefja vinnu við gerð gjaldskrá hafna 2026 og útbúa reglur vegna útleigu smáhýsa og leggja fram drög á næsta fundi hafnarstjórnar.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundar til að ræða undirbúning uppfærslu á gjaldskrá hafna fyrir árið 2026.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að hefja vinnu við gerð gjaldskrá hafna 2026 og útbúa reglur vegna útleigu smáhýsa og leggja fram drög á næsta fundi hafnarstjórnar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 12:08
3.Samgönguáætlun 2026-2030 - 2025050184
Lagt fram til kynningar minnisblað frá Kjartani Elíassyni f.h. Vegagerðarinnar, dags. 26. maí 2025, með samantekt á kostnaði við umsóknir hafna Ísafjarðarbæjar í samgönguáætlun 2026-2030.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgefur fund kl. 12:38.
4.Cruise Europe ráðstefna 2025 - 2025050190
Lagt fram til kynningar minnisblað hafnarstjóra, dags. 27. maí 2025, vegna Cruise Europe ráðstefnu sem haldin var í Kaupmannahöfn 6.-8. maí 2025.
Einnig kynnt fundargerð aðalfundar 2025 og ársskýrsla Cruise Europe 2024-2025.
Einnig kynnt fundargerð aðalfundar 2025 og ársskýrsla Cruise Europe 2024-2025.
Hafnarstjórn þakkar hafnarstjóra fyrir upplýsingarnar um ráðstefnuna.
5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2025 - 2023010276
Lögð fram fundargerð 472. fundar Hafnasambands Íslands, sem fram fór þann 28. apríl 2025.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?