Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
174. fundur 21. október 2014 kl. 15:00 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jóna Benediktsdóttir varaformaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Valur Sæþór Valgeirsson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur M Kristjánssson Hafnarstjóri
Dagskrá
Sigurður J Hafberg og Gísli Jón Kristjánsson boðuðu forföll en Valur S Valgeirsson og Marzellíus Sveinbjörnsson, varamenn, mættu í þeirra stað.

1.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

Fundargerðir 367 og 368 fundar stjórnar Hafnasambands íslands.
Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur heilshugar undir bókun Hafnasambands Íslands vegna fyrirhugaðs framlags til hafnargerðar á fjárlögum ársins 2015. Hafnarstjórn telur mikilvægt að fjárframlög til hafnargerðar verði stóraukin. Hafnarstjórn bendir á að einungis 25% af fyrirhugaðri upphæð sem gert var ráðfyrir á frumdrögum samgönguáætlunar ársins 2015 er að finna í fjárlagafrumvarpinu eins og það er lagt fram.

2.Hafnarframkvæmdir á samgönguáætlun 2015-2018 - 2014100020

Lagt fram erindi frá bæjarráði frá 13. okt 2014 er varðar samgönguáætlun 2015 til 2018.
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur mikilvægt að farið verði í eftifarandi verkefni: Fyrirstöðu þybbu á Mávagarði samkvæmt tillögum hafnamálasviðs Vegagerðarinnar. Seinni áfanga löndunarkants á Suðureyri samkvæmt fyrri tillögum hafnamálasviðs Vegagerðarinnar. Uppbyggingu hafskipakants á Flateyri sem hefur sigið mikið frá því að hann var byggður og að gert verði ráð fyrir aukaframlagi ríkisins til að hægt verði að fara í þessa lagfæringu á hafnarkantinum. Einnig verði sótt um fjárframlag vegna flotbryggju á Flateyri og nýja
skútuflotbryggju á Ísafirði.

Marzellíus Sveinbjörnsson, áheyrnarfulltrúi framsóknarflokks í hafnarstjórn, leggur fram eftirfarandi bókun undir þessum lið:
"Undirritaður áheyrnarfulltrúi í hafnarstjórn vill gera að tillögu sinni að leitað verði allra leiða í því að fjölga leguplássum fyrir seglbáta í Ísafjarðarhöfn fyrir sumarið 2015. Meðfylgjandi er bréf frá bátaeigendum og kostnaðaráætlun frá Króla ehf."

Hafnarstjórn tekur undir bókun Marzellíusar Sveinbjörnssonar.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Fyrir fundinum liggja tillögur frá hafnarstjóra um breytingu á gjaldskrá fyrir árið 2015.
Hafnarstjórn leggur til að gjaldskrá hækki almennt um 3,4% en aflagjald verði óbreytt. Einnig felur hafnarstjórn hafnarstjóra að athuga hvort hægt sé að einfalda gjaldskrána.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Fyrir fundinum liggur módel frá fjármálastjóra vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að draga saman endanlegar helstu upphæðir í Fjárhagsáætlun og senda til yfirferðar á hafnarstjórn.

5.Ísafjarðarhöfn framkvæmdaáætlun 2014 - 2014100045

Umræður vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2015.
Gert er ráð fyrir að farið verði í framkvæmdir á Gamla olíumúla, gert er ráð fyrir að farið verði í þybbu á Mávagarði og að farið verði í nýja flotbryggju á Flateyri. Byrjað verði á að undirbúa uppbyggingu á hafnskipakanti á Flateyri. Að þjónustubifreið verði keypt. Endurnýjað verði myndavélakerfi vegna uppfærslu ISPS svæðis hafnarinnar en gert er ráð fyrir að Mávagarður og Ásgeirsbakki verði vottaðar ISPS hafnaraðstöður, samhliða þessu verði Mávagarður girtur af og einnig að gerðar verði 30 stk lausar girðingar til notkunar á Ásgeirsbakka. Sett verði hlið á geymsluport á Suðurtanga. Einnig verði brotnir upp 2-3 þekjuflekar á Sundabakka. Grafið verði upp og endurbætt gámaplan á Sundabakka vegna sigs á jarðvegi. Einnig verði hugað að nýrri flotbryggju á skútusvæði Ísafjarðarhafnar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?