Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Fyrstu tvö málin á dagskrá fundar eru tekin fyrir á sameiginlegum fundi með skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar
1.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086
Á 643. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 12. desember 2024, var lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Jónssyni hjá Láganesi ehf. dags. 29. nóvember 2024 vegna skipulags og sjóvarna við Pollgötu á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir sameiginlegum fundi með hafnarstjórn til að fara yfir fyrirhugað nýtt deiliskipulag miðbæjar Ísafjarðarbæjar.
Er málið nú tekið fyrir af báðum nefndum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir sameiginlegum fundi með hafnarstjórn til að fara yfir fyrirhugað nýtt deiliskipulag miðbæjar Ísafjarðarbæjar.
Er málið nú tekið fyrir af báðum nefndum.
Gunnar Páll Eydal og Erla Bryndís Kristjánsdóttir, ráðgjafar Verkís, mæta til fundar og kynna vinnu við nýtt deiliskipulag miðbæjar Ísafjarðar með tilliti til framtíðarsýnar umhverfis Pollsins.
Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna.
Hafnarstjórn þakkar fyrir kynninguna.
Gunnar og Erla yfirgefa fund klukkan 12:43.
Gestir
- Gunnar Páll Eydal - mæting: 12:00
- Erla Bryndís Kristjánsdóttir - mæting: 12:00
2.Tilfærsla á spennistöð og þjónustuhúsi við Sundabakka 1, Ísafirði - 2025010220
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra dags. 21. janúar 2025 vegna úthlutunar við Suðurtanga, þar sem spennistöð inni á lóð þarf að víkja þar sem hún er staðsett inni á byggingarreit við Ásgeirsgötu 2, Ísafirði.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að kanna kostnað við færslu og skoða nýja staðsetningu spennistöðvarinnar í samráði við Orkubú Vestfjarða.
Sameiginlegum fundi hafnarstjórnar og skipulags- og mannvirkjanefndar lýkur kl. 12:58 og heldur fundur hafnarstjórnar áfram í fundarherbergi stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
3.Styrktarsjóður Hafna Ísafjarðarbæjar - 2025010205
Lagt fram minnisblað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra, dags. 21. janúar 2025, er varðar tillögur um útvíkkað hlutverk styrktarsjóðs hafna Ísafjarðarbæjar, sem komið var á fót árið 2024 undir heitinu sumarviðburðasjóður.
Hafnarstjórn samþykkir tillögur um styrktarsjóð hafna Ísafjarðarbæjar, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, og felur hafnarstjóra að ganga til viðræðna við Vestfjarðastofu.
Sigríður og Bryndís yfirgefa fund kl. 13:19.
Gestir
- Bryndís Ósk Jónsdóttir, bæjarritari - mæting: 13:00
- Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri - mæting: 13:00
4.Þjónustuhús við skútuhöfn á Ísafirði - 2025010225
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, Hilmars K. Lyngmo, dags. 22. janúar 2025, vegna þjónustuhúss við skútuhöfnina á gamla olíumúlanum á Ísafirði.
Á deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingarreit og/eða húsi á svæðinu.
Hafnarstjóri leggur til að stofnuð verði lóð fyrir þjónustuhús á olíumúlanum.
Á deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingarreit og/eða húsi á svæðinu.
Hafnarstjóri leggur til að stofnuð verði lóð fyrir þjónustuhús á olíumúlanum.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að senda erindi til skipulags- og mannvirkjanefndar með ósk um stofnun lóða.
Fundi slitið - kl. 13:38.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?