Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
253. fundur 28. maí 2024 kl. 12:00 - 12:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Matthildur Á Helgad. Jónudóttir varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-26: Kaup á sölubásum - 2024010076

Á 252. fundi hafnarstjórnar sem fram fór þann 30. apríl 2024 var hafnarstjóra falið að kanna mögulegar útfærslur, verð og afhendingartíma á sölubásum sem eru hugsaðir til útleigu.
Eru nú lögð fram samantekt með upplýsingum um sölubása.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skoða fleiri lausnir á útfærslum sölubása og frestar málinu til haustsins, þegar koma má kaupum á básum fyrir í fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2025 með það fyrir augum að bjóða bása til leigu sumarið 2025.
Sædís víkur af fundi undir þessum lið.

2.Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-26: Samkomulag um hátternisreglur söluaðila á hafnarsvæði - 2024010076

Á 252. fundi hafnarstjórnar sem fram fór þann 30. apríl voru lögð fram til kynningar drög að samkomulagi um hátternisreglur söluaðila á hafnarsvæði Sundabakka. Var hafnarstjóra falið að klára samkomulagið og er nú lokaútgáfa lögð fram til samþykktar.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulag um hátternisreglur söluaðila á hafnarsvæði Sundabakka.
Sædís kemur aftur til fundar kl. 12:25.

3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, Hilmars Lyngmo, dags. 27. maí 2024, vegna kaupa á stuðpúðum (fenderum) fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.
Áætlaður kostnaður er 6.576.850 kr. og verður honum mætt með frestun á hönnun móttökuhúss fyrir skemmtiferðaskipafarþega fram í janúar 2025 og lækkun kostnaðar við kaup á lyftara um 2 m.kr.
Hafnarstjórn samþykkir að finna svigrúm fyrir kaupunum innan framkvæmdaáætlunar hafna Ísafjarðarbæjar með því að fresta hönnun á móttökuhúsi fyrir farþega skemmtiferðaskipa, 5 m.kr., til janúar 2025 og að áætlun vegna kaupa á lyftara verði lækkuð úr 12 m.kr. í 10 m.kr. þar sem kaup á lyftara voru hagstæðari en áætlað var.

4.Salernisgámur Torfnes - 2024040148

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, Hilmars Lyngmo, dags. 27. maí 2024, er varðar kaup á salernisgámi sem hefur verið við Torfnesvöll. Málið var tekið fyrir á 252. fundi hafnarstjórnar sem fram fór þann 30. apríl 2024, og var hafnarstjóra þá falið að ganga frá kaupum á salernisgámnum.
Er nú upplýst um að samið hefur verið um kaupverð, kr. 1.500.000,-.
Minnisblað lagt fram til kynningar.

5.Kríutangi og bílastæði á Suðurtanga - 2024040049

Umhverfis- og eignasvið bauð út verkframkvæmd f.h. hafnarstjóra vegna bílastæða og rútustæða við Hrafnatanga/Kríutanga.
Samþykkt var að ganga til samninga við Verkhaf ehf. um verkframkvæmdina. Búast má við malbikun í lok ágúst.
Er því lagt fram minnisblað Hilmars Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 27. maí 2024, þar sem óskað er eftir heimild hafnarstjórnar til þess að semja beint við verktaka á einingarverðum útboðs síðasta árs, að teknu tilliti til vísitöluhækkunar. Áætlaður heildarkostnaður er undir útboðsmörkum.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að semja við verktaka vegna malbikunar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lagt fram til kynningar erindi Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. Alþingis, dags. 22. maí 2024, þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 5. júní.
Hafnarstjóra er falið að skrifa umsögn um þingsályktunartillöguna í samræmi við umræður á fundinum og senda hana inn í samráðsgátt.

7.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lögð fram til kynningar fundargerð 462. fundar Hafnasambands Íslands sem fram fór 22. mars 2024.
Einnig lögð fram til kynningar fundargerð 463. fundar sambandsins sem fram fór þann 7. maí 2024.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?