Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
251. fundur 20. mars 2024 kl. 12:00 - 12:51 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Guðmundur Ólafsson varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson varamaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-26 - 2024010076

Lögð fram til samþykktar stefna og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-2027.
Hafnarstjórn samþykkir stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferða við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-2027 og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

2.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012

Lagt er fram minnisblað hafnarstjóra, Hilmars Lyngmo, dags. 15. mars 2024, þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja tilboð lægstbjóðanda í verkið „Fyrirstöðugarður við Norðurtanga“ áfangi II.
Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði Grjótverks ehf. í verkið, að upphæð 31.051.000 kr., og felur hafnarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.

3.Kaup á húsnæði fyrir Ísafjarðarhöfn - 2023010240

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 18. mars 2024, varðandi tilboð frá Olíufélagi Útvegsmanna um sölu á bili í hafnarhúsinu á Ísafirði.
Óskar hafnarstjóri eftir því að hafnarstjórn samþykki tilboðið.
Hafnarstjórn samþykkir kaup á húsnæðinu, sem höfnin hefur leigt af Olíufélagi Útvegsmanna undanfarin níu ár, og ljóst er að full þörf er á því fyrir starfsemi hafna Ísafjarðarbæjar.

Ekki er gert ráð fyrir kaupunum í fjárhagsáætlun 2024 og því leggur hafnarstjórn til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka vegna kaupanna.

4.Götulokanir á mótum Njarðarsunds og Sundabakka - 2024030116

Lagt fram erindi frá Kára Þór Jóhannssyni, dags. 16. mars 2024, vegna götulokana á mótum Njarðarsunds og Sundabakka. Einnig lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 19. mars 2024, vegna sama máls, auk yfirlitsmyndar.
Hafnarstjórn þakkar fyrir bréfið og margar góðar athugsemdir sem fram koma vegna götulokana en hafnar beiðni bréfritara um styrk.
Árið 2023 voru götulokanir fleiri en gert var ráð fyrir, aðallega vegna seinkunar framkvæmda við dýpkun hafnarinnar.
Hafnarstjórn áréttar að gera skuli betur sumarið 2024 og verkferlar vegna öryggismála á hafnarsvæði verði yfirfarnir, í samstarfi við fyrirtæki á hafnarsvæðinu.

5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lögð fram til kynningar fundargerð 461. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, frá 16. febrúar 2024.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Hafnarstjórn tekur undir bókun stjórnarinnar varðandi fundarlið númer fjögur um umhverfiseinkunnarkerfi fyrir skemmtiferðaskip - Environmental Port Index - Epi, þar sem stjórnin ítrekar óskir sínar um að tillögu um lagabreytingar varðandi heimildir fyrir umhverfisákvæði í gjaldskrám allra hafnasjóða verði afgreiddar frá ráðuneytinu hið allra fyrsta svo þau komist til umfjöllunar og afgreiðslu á Alþingi á yfirstandandi vorþingi. Jafnframt að fyrirliggjandi tillögur að breytingum á hafnalögum nái umfjöllun og afgreiðslu á yfirstandandi vorþingi.

Fundi slitið - kl. 12:51.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?