Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
249. fundur 26. janúar 2024 kl. 12:00 - 12:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis - 2019060026

Kynnt minnisblað hafnarstjóra, dags. 23. janúar 2024, þar sem hafnarstjóri leggur til að taka tilboði frá hollenska fyrirtækinu Van der Kamp í dýpkun á tveimur svæðum við Sundabakka auk dýpkunar á sundum og grynningu.
Einnig lögð fram yfirlitsmynd yfir dýpkunarsvæðin.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga til formlegra viðræðna við Van der Kamp, ásamt Vegagerðinni, um dýpkun við Sundabakka.
Áætlað er fyrir dýpkuninni í fjárhagsáætlun auk þess sem verkið er á framkvæmdaáætlun og því ekki þörf á viðauka.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?