Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
240. fundur 12. apríl 2023 kl. 12:00 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Hilmar K. Lyngmo hafnarstjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Á 239. fundi hafnarstjórnar sem haldinn var þann 10. mars 2023 var lögð fram tillaga að uppfærðri gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar. Er málið nú tekið fyrir að nýju og á sama tíma lagt fram minnisblað hafnarstjóra með samanburði á bryggjugjöldum hafna Ísafjarðarbæjar og hafna í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Akureyri, Hafnarfirði og Múlaþingi.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða gjaldskrá þar sem bryggjugjöld 2023 verði eftirfarandi:
0-15 brt: 9,3 kr.
15-30 brt: 11,7 kr.
>30: 11,7 kr.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 12:00

2.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra dags 4. apríl 2023 er varðar hugmyndir um fyrirstöðugarð í beinu framhaldi af nýju stálþili Sundabakka.
Annars vegar er tillaga um 65 metra fyrirstöðugarð og hins vegar um 140 metra fyrirstöðugarð.
Einnig lagðar fram tillögur að viðaukum miðað við þessa tvo valkosti, viðauki A upp á 175 m.kr. og viðauki B upp á 135 m.kr.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að farið verði í gerð 140 metra fyrirstöðugarðs og að samþykkja viðauka B við fjárhagsáætlun.

Hafnarstjóra jafnframt falið að fylgja eftir framkvæmdum við fyrirstöðugarð við Norðurtanga.

3.Skemmtiferðaskip - Farþegafjöldi - 2023030060

Kynnt er vinnuskjal um stefnu hafna Ísafjarðarbæjar vegna móttöku skemmtiferðaskipa.

Vinnuskjal lagt fram til kynningar.

4.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2022 - 2022110060

Kynnt drög að ársreikningi hafna Ísafjarðarbæjar 2022. Einnig lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 12. apríl 2022, með rekstrargreiningu hafnarsjóðs.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgefur fund kl. 13:15.

Fundi slitið - kl. 13:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?