Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
239. fundur 10. mars 2023 kl. 12:00 - 13:06 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Magnús Einar Magnússon, formaður hafnarstjórnar, leggur til að mál 2021040094 um framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 verði tekið á dagskrá hafnarstjórnar með afbrigðum.
Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 5. liður á dagskrá.

1.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lögð fram tillaga að uppfærðri gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar vegna breytinga á orðalagi og fyrirkomulagi bryggjugjalda og farþegagjalda.
Þráinn Ágúst Arnaldsson, starfsmaður á stjórnsýslu- og fjármálasviði mætir til fundar til að fara yfir breytingarnar.
Máli frestað til næsta fundar.
Þráinn yfirgefur fund kl. 12:28.

Gestir

  • Þráinn Ágúst Arnaldsson - mæting: 12:00

2.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - þjónustuhús - 2017050124

Hafnarstjóri upplýsir hafnarstjórn um stöðu mála vegna fyrirhugaðs þjónustuhúss fyrir farþega skemmtiferðaskipa.
Hafnarstjóri fer yfir stöðu skipulagsmála á Sundabakkasvæðinu í tengslum við fyrirhugað þjónustuhús fyrir farþega skemmtiferðaskipa.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að skipulagsvinna fyrir svæðið verði unnin í samstarfi við skipulags- og mannvirkjanefnd.

3.Endaþjónusta og vöktun skemmtiferðaskipa - 2023020007

Lagður fram til kynningar samanburður á launakostnaði vegna vöktunar og endaþjónustu vegna skemmtiferðaskipa.
Samanburður lagður fram til kynningar.
Hafnarstjórn leggur til að sumarstarfsmenn hafna Ísafjarðarbæjar séu nýttir til vinnunnar við vöktun og endaþjónustu vegna skemmtiferðaskipa.

4.Skemmtiferðaskip - Farþegafjöldi - 2023030060

Hafnarstjóri fer yfir hugmyndir um að setja hámarksfjölda per dag á farþega skemmtiferðaskipa.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að hefja vinnu við gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa.

5.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 9. mars 2023, um stöðu framkvæmda hjá hafnarsjóði.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003.
Umsagnarfrestur er til og með 15. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lögð fram drög að ársreikningi hafnasambands Íslands 2022 og fundargerð 450. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var þann 17. febrúar 2023.
Ársreikningur og fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:06.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?