Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
235. fundur 09. nóvember 2022 kl. 12:00 - 12:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lögð fram til kynningar samþykkt gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir 2023.
Lítilsháttar breytingar hafa orðið á gjaldskránni síðan hún var tekin til umræðu í hafnarstjórn síðast.
Gjaldskrá lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Ósk um samstarf er varðar fljótandi gufubað í Ísafjarðarhöfn - 2022100098

Lagt fram erindi Elenu Dísar Víðisdóttur, Gauta Geirssonar, Óla Rafns Kristinssonar og Tinnu Rúnar Snorradóttur, dags. 24. október 2022, er varðar stöðuleyfi og mögulegt samstarf við byggingu fljótandi gufubaðs við gamla olíumúlann á Ísafirði.
Hafnarstjórn tekur vel í hugmyndina en óskar eftir frekari upplýsingum um hvaða aðkomu hafna Ísafjarðarbæjar er óskað eftir.
Málinu er því frestað til næsta fundar og hafnarstjóra falið að hafa samband við málsaðila.

3.Úrvinnsla veiðarfæraúrgangs - stefna um samfélagslega ábyrgð - 2022100143

Lagt fram bréf Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. október 2022, ásamt afriti af bréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, dags. 24. október 2022, er varðar úrvinnslu veiðarfæraúrgangs og nýtt skilakerfi veiðarfæra.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. október, um skipun nýrrar stjórnar hafnasambandsins ásamt ályktunum hafnasambandsþings sem haldið var í Félagsheimilinu Klifi Snæfellsbæ dagana 27. og 28. október sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lögð fram til kynningar fundargerð 446. fundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var þann 26. október 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?