Hafnarstjórn
Dagskrá
1.Cruise Europe ráðstefna 2022 - 2022060008
Lögð fram samantekt um Cruise Europe ráðstefnuna sem hafnarstjóri og upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar sóttu í Edinborg í maí 2022.
Hafnarstjóri fer yfir samantekt um Cruise Europe ráðstefnuna 2022.
2.Flotbryggja á Þingeyri - 2019110059
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 22. júní 2022, er varðar kaup á flotbryggju á Þingeyri.
Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna kaupa á nýrri flotbryggju á Þingeyri.
3.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124
Að ósk formanns hafnarstjórnar, Magnúsar Einars Magnússonar, verður rætt um skipulagsmál á Ísafjarðarhöfn, Sundabakka, út frá aðgengi, öryggi og aðstæðum fyrir ferðafólk í tengslum við stækkun hafnarinnar.
Kynnt skýrsla Verkís um mögulegar skipulagsbreytingar á hafnarsvæði, dags. 8. september 2021.
Kynnt skýrsla Verkís um mögulegar skipulagsbreytingar á hafnarsvæði, dags. 8. september 2021.
Skýrsla Verkís lögð fram til kynningar fyrir nýja stjórnarmenn hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn leggur til að málið verði unnið áfram á næsta fundi.
Hafnarstjórn leggur til að málið verði unnið áfram á næsta fundi.
4.Samgönguáætlun 2023-2027 - 2022060109
Lagt fram til kynningar bréf frá Fannari Gíslasyni, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 16. maí 2022, vegna umsókna vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027.
Einnig lögð fram tillaga Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 16. júní 2022, um umsóknir hafna Ísafjarðarbæjar á tímabilinu.
Einnig lögð fram tillaga Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 16. júní 2022, um umsóknir hafna Ísafjarðarbæjar á tímabilinu.
Lagt fram til kynningar.
5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022: Hafnasambandsþing 2022 - 2021020042
Lögð fram boðun Hafnasambands Íslands á 43. hafnasambandsþing sem verður haldið í Ólafsvík 27.-28. október 2022.
Lagt fram til kynningar.
6.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042
Lögð fram til kynningar fundargerð 444. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 10. júní 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 5. liður á dagskrá.