Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
229. fundur 23. febrúar 2022 kl. 12:00 - 12:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson varamaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir varamaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Ólöf Dómhildur og Anna Ragnheiður eru viðstaddar fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Áfangastaðurinn Ísafjörður - ósk um þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis - 2022010032

Á 1182. fundi bæjarráðs, þann 10. janúar 2022, var lagður fram tölvupóstur Sædísar Ólafar Þórsdóttur f.h. Fantastic Fjords ehf., dagsettur 6. janúar 2022, þar sem óskað er eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í menningarmálanefnd.

Á 162. fundi menningarmálanefndar, þann 10. febrúar 2022, var málið tekið til umsagnar. Eftirfarandi var bókað: „Menningarmálanefnd fagnar verkefninu og telur það mikilvægt fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Ísafjarðarbær leggur til fjármagn árlega til Vestfjarðastofu til gerðs kynningarefnis fyrir sveitarfélagið og Vestfirði út frá Áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Nefndin leggur til að hafnarstjórn taki málið til afgreiðslu.“

Er málið nú lagt fram til afgreiðslu.
Hafnarstjórn þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.
Í fjárhagsáætlun ársins er þegar gert ráð fyrir kynningarmálum fyrir Hafnir Ísafjarðarbæjar og er ekki svigrúm til að taka þátt í fleiri verkefnum af því tagi að sinni.

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram til kynningar vinnuskjal með tillögu að skipulagi og stefnu á höfnum á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og öðrum minni bryggjum í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Tillagan er unnin af Verkís og er dagsett 9. febrúar 2022.
Umræður fóru fram um tillögur í vinnuskjali.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram og bjóða skýrsluhöfundi til næsta fundar.

3.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lögð fram til kynningar fundargerð af 441. fundi Hafnasambands Íslands sem fram fór föstudaginn 21. janúar 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?