Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
228. fundur 18. janúar 2022 kl. 12:00 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Sigurður J. Hreinsson og Guðmundur M. Kristjánsson voru viðstaddir fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Sundabakki - framkvæmdir: Dekkjaþybbur á Sundabakka - 2016090029

Lagt fram erindi frá Kjartani Elíassyni, f.h. framkvæmdasviðs Vegagerðarinnar, dags. 13. janúar 2022, þar sem greint er frá tilboðum sem bárust í að útbúa dekkjaþybbur á Sundabakka.

Alls bárust sex tilboð í verkið og var lægsta tilboðið frá Sjótækni ehf. á Tálknafirði, kr. 49.593.691,-.

Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

2.Sundabakki - framkvæmdir: Forsendur fyrir rafmagnsdreifingu á Sundabakka á Ísafirði - 2016090029

Kynnt minnisblað frá Brynjari Bragasyni og Atla Má Ágústssyni f.h. verkfræðistofunnar Eflu, dags. 5. janúar 2022.

Í minnisblaðinu eru settar fram helstu forsendur hönnunar rafdreifikerfis Sundabakka sem lagt er til að Ísafjarðarhöfn miði við sem upplegg fyrir Orkubú Vestfjarða til að meta hámarksaflþörf fyrir nýjan hafnarkant, þar með talið fyrir landtengingar skipa.
Minnisblað lagt fram til kynningar.

3.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Kynnt skýrsla Hafnasambands Íslands um nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafna innan sambandsins fyrir árin 2021-2030.
Einnig kynnt fréttatilkynning sambandsins um skýrsluna.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?