Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
227. fundur 20. desember 2021 kl. 12:00 - 12:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lögð fram niðurstaða opnunar tilboða í dýpkun við Sundabakka, dags. 16. desember 2021, unnið af Kjartani Elíassyni verkfræðingi hjá mannvirkjasviði Vegagerðarinnar.
Alls bárust sex erlend tilboð og eitt innlent. Erlendu tilboðin eru uppreiknuð miðað við gengi 15. desember 2021.
Lægsta tilboð er frá Björgun ehf. og hljóðar upp á 437,2 miljónir kr. sem er 17,6% yfir kostnaðaráætlun.
Hafnarstjóri upplýsir hafnarstjórn um kostnaðarskiptingu verkefnisins, en hlutur Súðavíkurhrepps í framkvæmdinni er um fjórðungur heildarupphæðar.

Hafnarstjórn leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.

2.Hafnargerð við Brjótinn á Suðureyri - 2021120061

Lagt fram minnisblað frá Kjartani Elíassyni, verkfræðingi á mannvirkjasviði Vegagerðarinnar, dags. 16. desember 2021, um áætlaðan kostnað vegna hafnargerðar á uppfyllingu við Brjótinn á Suðureyri.
Hafnarstjórn vísar málinu til kynningar í bæjarráði.

3.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lagður fram til kynningar úrskurður Héraðsdóms Norðurlands, dags. 8. nóvember 2021, í máli Hafna Norðurþings gegn Gentle Giants-Hvalaferðum ehf. vegna farþegagjalda hjá Höfnum Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 439. og 440. funda Hafnasambands Íslands sem fram fóru þann 12. nóvember og 3. desember 2021.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?