Hafnarstjórn

225. fundur 18. október 2021 kl. 12:00 - 12:58 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson varamaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram til kynningar gildandi aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Nefndin á að skila af sér stefnumótun í þeim málaflokkum sem heyra undir hafnarstjórn fyrir endurskoðun aðalskipulagsins.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsráðgjafi, kemur á fundinn undir þessum lið og kynnir stöðu og næstu skref varðandi endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Ólöf yfirgefur fundinn kl. 12:15.

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - mæting: 12:00

2.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram til kynningar endurskoðuð framkvæmda- og fjárfestingaráætlun hafna Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjóri fer yfir breytingar frá síðustu útgáfu sem kynnt var í hafnarstjórn.
Högni Gunnar Pétursson yfirgefur fundinn undir þessum lið, kl. 12:38.

3.Umsókn um lóð fyrir hafnsækna starfssemi við Suðurtanga 20 - 2019060015

Lagt fram bréf frá Högna Gunnari Péturssyni og Pétri Þ. Jónassyni, f.h. vélsmiðjunnar Þryms á Ísafirði, dags. 22. september 2021, þar sem gert er grein fyrir afturköllun lóðarumsóknar á Suðurtanga 20.
Lagt fram til kynningar.
Högni kemur aftur til fundar kl. 12:51.

4.Hafnabótasjóður endurgreiðslur 2019 og 2020 - 2021100004

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. október 2021, vegna upplýsinga um endurkröfur sveitarfélagsins á Hafnabótasjóðs vegna áranna 2019 og 2020, ásamt excel yfirliti.
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lögð fram til kynningar fundargerð 437. fundar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 16. september 2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:58.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?