Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
225. fundur 18. október 2021 kl. 12:00 - 12:58 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson varamaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram til kynningar gildandi aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Nefndin á að skila af sér stefnumótun í þeim málaflokkum sem heyra undir hafnarstjórn fyrir endurskoðun aðalskipulagsins.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsráðgjafi, kemur á fundinn undir þessum lið og kynnir stöðu og næstu skref varðandi endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Ólöf yfirgefur fundinn kl. 12:15.

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - mæting: 12:00

2.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram til kynningar endurskoðuð framkvæmda- og fjárfestingaráætlun hafna Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjóri fer yfir breytingar frá síðustu útgáfu sem kynnt var í hafnarstjórn.
Högni Gunnar Pétursson yfirgefur fundinn undir þessum lið, kl. 12:38.

3.Umsókn um lóð fyrir hafnsækna starfssemi við Suðurtanga 20 - 2019060015

Lagt fram bréf frá Högna Gunnari Péturssyni og Pétri Þ. Jónassyni, f.h. vélsmiðjunnar Þryms á Ísafirði, dags. 22. september 2021, þar sem gert er grein fyrir afturköllun lóðarumsóknar á Suðurtanga 20.
Lagt fram til kynningar.
Högni kemur aftur til fundar kl. 12:51.

4.Hafnabótasjóður endurgreiðslur 2019 og 2020 - 2021100004

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. október 2021, vegna upplýsinga um endurkröfur sveitarfélagsins á Hafnabótasjóðs vegna áranna 2019 og 2020, ásamt excel yfirliti.
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lögð fram til kynningar fundargerð 437. fundar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 16. september 2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:58.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?