Hafnarstjórn

223. fundur 30. júní 2021 kl. 12:00 - 13:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Gunnar Páll Eydal, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Verkís, mætir til fundar til að kynna lokatillögu vegna aðalskipulags Sundahafnasvæðis.
Hafnarstjórn þakkar Gunnari fyrir góða kynningu og vísar henni til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Gunnar Páll yfirgefur fundinn kl. 13:25.

Gestir

  • Gunnar Páll Eydal - mæting: 12:00

2.Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067

Lagt fram erindi Majid Eskafi, dags. 25. maí 2021, er varðar framlengingu á samningi við hafnir Ísafjarðarbæjar vegna framhaldsrannsóknar á þróun hafnarsvæðis á Ísafirði.
Einnig lögð fram verkefnislýsing.
Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjórn samþykki framlengingu á samningi hafna Ísafjarðarbæjar við Majid Eskafi.

3.Innovative solutions for sustainable tourism in Nordic harbor towns - 2019050056

Kynnt minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 25. júní 2021, er varðar tillögu Nordic Innovation um samstarf við hjólaleigufyrirtækið Donkey Republic um tilraunaverkefni með hjólaleigu á Ísafjarðarhöfn.
Óskað er eftir afstöðu hafnarstjórnar til verkefnisins.
Hafnarstjórn tekur vel í verkefnið og felur hafnarstjóra að vinna áfram að málinu.

4.Bryggjudælur á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri - 2019070029

Hafnarstjóri kynnir ósk Olís um breytta staðsetningu fyrirhugaðrar eldsneytisafgreiðslu smábáta við Flateyrarhöfn. Óskað er eftir afstöðu hafnarstjórnar um nýja staðsetningu.
Hafnarstjóri kynnir hugmynd Olís um að staðsetja afgreiðslu eldsneytis á norðurenda löndunarkants en eldri eldsneytisafgreiðsla eyðilagðist í snjóflóði sem féll á Flateyrarhöfn í janúar 2020.
Hafnarstjórn samþykkir breytta staðsetningu afgreiðslu að uppfylltum öllum öryggisskilyrðum.

5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lögð fram fundargerð 435. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?